Guðný Björg Gísladóttir
Guðný Björg Gísladóttir frá Eskifirði, húsfreyja, fiskiðnaðarkona fæddist þar 9. október 1928 og lést 7. október 2016 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Gísli Jónsson, f. 15. júlí 1896, d. 30. mars 1960, og kona hans Jóna Ingibjörg Einarsdóttir húsfreyja, f. 11. febrúar 1907, d. 16. nóvember 1978.
Guðný vann við fiskiðnað.
Þau Valgeir giftu sig, eignuðust 12 börn og fóstruðu barn. Þau bjuggu á Borgarvegi 13 í Njarðvík 1959, á Sólvangi í Höfnum 1961 og 1963, á Staðarhóli Höfnum 1966, fluttu til Eyja, bjuggu á Helgafellsbraut 18, en skildu.
I. Maður Guðnýjar var Sigurður Valgeir Sveinsson úr Reykjavík, rafvirki, vélstjóri, f. 10. febrúar 1930, d. 17. apríl 2003.
Börn þeirra:
1. Bjarney Jóna Valgeirsdóttir, f. 25. júlí 1950, d. 3. júlí 2022. Maður hennar Björn Jóhann Guðjohnsen.
2. Sveinn Rúnar Valgeirsson, f. 5. október 1951. Kona hans Þóra Guðjónsdóttir Aanes.
3. Drengur, f. 6. október 1952, d. sama dag.
4. Ingibjörg Soffía Valgeirsdóttir, f. 5. júní 1954. Barnsfaðir hennar Leifur Kristinn Guðmundsson. Barnsfaðir hennar Walderhaug.
5. Elsa Valgeirsdóttir húsfreyja, f. 27. september 1955. Maki Guðmundur Michelsen Guðlaugsson.
6. Gísli Valgeirsson, f. 30. október 1957.
7. Jón Valgeirsson, f. 4. júlí 1959 í Keflavík. Fyrrum sambúðarkona hans Þórdís Erlingsdóttir.
8. Elín Perla Valgeirsdóttir, býr í Danmörku, f. 10. janúar 1961 í Keflavík.
9. Valgeir Valgeirsson, f. 13. maí 1962 í Keflavík. Barnsmóðir hans Hildur Sigurðardóttir.
10. Íris Björk Valgeirsdóttir, býr í Njarðvík, f. 26. nóvember 1963 í Keflavík. Barnsfaðir hennar Guðmundur Bragi Jóhannsson.
11. Kristinn Bjarki Valgeirsson, f. 6. nóvember 1966 í Keflavík. Kona hans Þórunn Rúnarsdóttir.
12. Anna María Valgeirsdóttir, f. 9. október 1968. Bansfaðir hennar Birgir Ingi Guðmundsson.
Fósturdóttir Guðnýjar og Valgeirs:
13. Sigfríður Konráðsdóttir, f. 20. maí 1964. Maki Valgeir Ólafur Kolbeinsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 13. október 2016. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.