Þórdís Erlingsdóttir
Þórdís Erlingsdóttir frá Keflavík, húsfreyja, fiskverkakona fæddist þar 6. október 1962 og lést 18. nóvember 2022.
Foreldrar hennar Erling Þór Þorsteinsson frá Götu, múrari, f. 2. nóvember 1940, d. 4. nóvember 2018, og Jóhanna Þorbjörg Sigurðardóttir, f. 3. nóvember 1944.
Barn Erlings Þórs og Jóhönnu Þorbjargar:
1. Þórdís Erlingsdóttir húsfreyja í Eyjum og Reykjanesbæ, f. 6. október 1962 í Keflavík. Fyrrum sambýlismaður hennar Jón Valgeirsson sjómaður, stýrimaður, f. 4. júlí 1959 í Keflavík.
Börn Erlings Þórs og Ragnheiðar Kristínar Tómasdóttur :
2. Elísabet Dröfn Erlingsdóttir húsfreyja, f. 13. september 1974 í Eyjum, hefur búið á Laugarvatni og á Miðhúsum í Bláskógábyggð. Fyrrum maður hennar Jón Hafsteinn Ragnarsson.
3. Konný Sif Erlingsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 18. febrúar 1980 í Eyjum. Sambýlismaður Davíð Gunnarsson.
Þórdís bjó með Jóni. Þau eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Kanastöðum við Hásteinsveg 22, en skildu.
I. Sambúðarmaður Þórdísar, skildu, er Jón Valgeirsson frá Keflavík, sjómaður, stýrimaður, f. þar 4. júlí 1959.
Börn þeirra:
1. Agnar Mar Jónsson, f. 11. nóvember 1982, d. 26. september 1985.
2. Hersir Mar Jónsson, sjómaður, f. 28. desember 1986 í Eyjum, d. 10. júlí 2020 í Reykjanesbæ.
3. Alexander Örn Jónsson, f. 19. mars 1990, d. 16. apríl 1995.
4. Ívar Örn Jónsson, f. 7. mars 1997.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning Hersis Mars.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.