Snorri Sigurvin Ólafsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. nóvember 2022 kl. 11:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. nóvember 2022 kl. 11:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Snorri Sigurvin Ólafsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Snorri Sigurvin Ólafsson.

Snorri Sigurvin Ólafsson frá Kalmanstjörn, sjómaður, matsveinn, útgerðarmaður fæddist þar 10. ágúst 1938 og lést 19. október 2022.
Foreldrar hans voru Ólafur Vestmann sjómaður, f. 25. desember 1906 á Strönd við Miðstræti 9a, d. 15. apríl 1970, og kona hans Þorbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 29. ágúst 1905 í Reykjavík, d. 10. febrúar 1960.

Barn Þorbjargar:
1. Rósa Guðmunda Snorradóttir húsfreyja, f. 3. september 1927 í Drangey við Kirkjuveg 84, d. 24. júlí 2015. Maður hennar, (skildu), var Hilmar Rósmundsson.
Börn Þorbjargar og Ólafs:
1. Theodór Snorri Ólafsson, Bessahrauni 6, sjómaður, vélstjóri, f. 14. maí 1933 í Langa-Hvammi. Kona hans er Margrét Eirikka Sigurbjörnsdóttir.
2. Sigurveig Þórey Ólafsdóttir, f. 30. mars 1935 í Langa-Hvammi, d. 17. júlí 1935.
3. Snorri Sigurvin Ólafsson sjómaður, matsveinn, útgerðarmaður, síðar í Hveragerði, f. 10. ágúst 1938 á Kalmanstjörn, d. 19. október 2022. Fyrri kona hans var Svala Sigríður Auðbjörnsdóttir, d. 5. júlí 1991. Síðari kona er Elínborg Einarsdóttir.
4. Ingi Steinn Ólafsson, f. 22. apríl 1942 á Skjaldbreið. Kona hans Guðný Stefanía Karlsdóttir.
5. Ellen Margrét Ólafsdóttir húsfreyja, f. 15. desember 1943 á Boðaslóð 3. Maður hennar er Guðmundur Karl Guðfinnsson.
6. Þór Guðlaugur Vestmann Ólafsson sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 29. október 1947 á Boðaslóð 3. Kona hans er Margrét Sigurborg Sigurbergsdóttir.

Snorri var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð snemma sjómaður, matsveinn, á Sæbjörgu VE 56 í mörg ár. Þeir Þór Guðlaugur bróðir hans keyptu bátinn Ólaf Vestmann VE 180 og gerðu út í 7 ár.
Snorri og Svala fluttu til Lands 1983, bjuggu síðast á Akranesi. Snorri vann ýmis störf, en lengst við fiskiðnað. Hann var m.a. veiðeftirlismaður við Tungufljót.
Þau Svala giftu sig 1958, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu við Miðstræti 2, Hásteinsvegi 48, Boðaslóð 3, Höfðaveg 44.
Svala lést 1991.
Þau Elínborg giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en hún á fimm börn frá fyrra hjónabandi. Þau bjuggu í Kjarnholti og Reykholti í Biskupstungum, síðan í Hveragerði.

Kona Snorra, (6. apríl 1958), var Svala Auðbjörnsdóttir frá Eskifirði, húsfreyja, f. 17. desember 1939, d. 5. júlí 1991.
Börn þeirra.
1. Nikolína Theodóra Snorradóttir, f. 25. ágúst 1957 að Miðstræti 2.
2. Sigurvin Ólafur Snorrason, f. 25. janúar 1960 að Hásteinsvegi 48.
3. Anna Marí Snorradóttir, f. 12. nóvember 1960.
4. Jón Freyr Snorrason, f. 19. janúar 1963.
5. Þorbjörg Snorradóttir, f. 13. janúar 1966.

II. Kona Snorra Sigurvins er Elínborg Einarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.