Kristinn R. Ólafsson (Brimbergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. október 2022 kl. 14:29 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. október 2022 kl. 14:29 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|300px|''Kristinn Rúnar Ólafsson. '''Kristinn Rúnar Ólafsson''' frá Brimbergi við Strandveg 37, rithöfundur, ljóðskáld, fréttaritari, pistlahöfundur, fararstjóri, kennari, menningarfulltrúi, þýðandi, tómstundamálari fæddist þar 11. september 1952.<br> Foreldrar hans voru Ólafur Ástgeirsson bátasmiður, sjómaður, f. 3. ágúst 1892, d. 8. apríl 1966, og síðari kona hans Guðrún Sigurðardótti...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Kristinn Rúnar Ólafsson.

Kristinn Rúnar Ólafsson frá Brimbergi við Strandveg 37, rithöfundur, ljóðskáld, fréttaritari, pistlahöfundur, fararstjóri, kennari, menningarfulltrúi, þýðandi, tómstundamálari fæddist þar 11. september 1952.
Foreldrar hans voru Ólafur Ástgeirsson bátasmiður, sjómaður, f. 3. ágúst 1892, d. 8. apríl 1966, og síðari kona hans Guðrún Sigurðardóttir frá Syðri-Gengishólum í Flóa, húsfreyja, fiskverkakona, f. þar 9. september 1920, d. 19. apríl 1993.

Börn Ólafs og Kristínar fyrri konu hans:
1. Magnea Sigurlaug Ólafsdóttir (Magný) húsfreyja, f. 19. nóvember 1911, d. 20. mars 1980.
2. Ástgeir Kristinn Ólafsson ljóðskáld, rithöfundur, f. 27. febrúar 1914, d. 1. maí 1985.
3. Sigurjón skipstjóri, fæddur 25. janúar 1918, dáinn 14. ágúst 2005.
4. Sigrún, fædd 23. júlí 1924, dáin 21. mars 1948.
Fósturbarn hjónanna var
5. Kristín Skaftadóttir, síðar húsfreyja í Ólafsvík við Hilmisgötu 7, f. 29. apríl 1906, d. 10. apríl 1992.
Barn Ólafs og Guðrúnar síðari konu hans:
6. Kristinn Rúnar Ólafsson rithöfundur, ljóðskáld, fréttaritari, pistlahöfundur, fararstjóri, kennari, menningarfulltrúi, þýðandi, tómstundamálari, f. 11. september 1952.

Kristinn var með foreldrum sínum, var í sveit á Hörgslandi á Síðu, V.-Skaft. í sex sumur frá níu ára aldri.
Hann lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum á Akureyri, lærði spænsku í Barcelona á Spáni.
Hann flutti til Barcelona 1974, var heima á sumrin í fiskvinnu og hjá flugfélagi þar, stundaði enskukennslu á Spáni frá 1978-1990 og hefur verið með spænskunámskeið hjá eldri borgurum hér. Hann hefur verið fararstjóri á Spáni fyrir íslenskar ferðaskrifstofur frá 1988 og frá 2008 hefur hann verið fararstjóri til Kúpu og jafnvel umhverfis Jörðina. Einnig hefur hann verið fararstjóri hér á landi.
Hann var opinber menningarfulltrúi í Madrid fyrir sendiráð Íslands í París í menningarsamstarfi norrænu sendiráðanna í Madrid frá 1995-2012.
Kristinn hefur verið rithöfundur og þýðandi, gefið út ljóðabókina Krói Króason, skrifað tvær skáldsögur og smásagnasafn á íslensku og spænsku í sömu bókinni.
Hann hefur verið tómstundamálari frá æsku.
Þau Maria giftu sig, eignuðust eitt barn, en skildu 2012.
Þau Anna Baldvina giftu sig, eiga ekki börn saman.

I. Kona Kristins, skildu 2012, var Maria de la Soledad Álvarez Antón, ríkisstarfsmaður í Madrid, f. 21. apríl 1955, d. 30. janúar 2018.
Barn þeirra:
1. Alda Sólrún Ólafsson Álvarez blaðamaður hjá upplýsingadeild Vísindarannsóknarráðs Spánar í Madrid, f. 25. apríl 1983 í Madrid. Maður hennar Carlos Alonso Blázques viðskiptagreinandi. Börn þeirra Raúl Alonso Ólafsson og Elva Alonso Ólafsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.