Dóra Guðlaugsdóttir (Geysi)
Dóra Guðlaugsdóttir frá Geysi við Skólaveg 21, húsfreyja, bóksali fæddist þar 29. desember 1934 og lést 26. nóvember 2007 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hennar voru Guðlaugur Gíslason bæjarstjóri, alþingismaður, f. 1. ágúst 1908 á Stafnesi í Miðneshreppi, Gull., d. 6. mars 1992, og kona hans Sigurlaug Jónsdóttir frá Hafnarfirði, f. þar 28. janúar 1911, d. 22. september 1997.
Börn Sigurlaugar og Guðlaugs:
1. Dóra Guðlaugsdóttir, f. 29. desember 1934, d. 26. nóvember 2007.
2. Jakobína Guðlaugsdóttir, f. 30. mars 1936, d. 4. febrúar 2004.
3. Ingibjörg Rannveig Guðlaugsdóttir, f. 3. júlí 1939.
4. Gísli Geir Guðlaugsson, f. 3. júlí 1940, d. 29. ágúst 2022.
5. Anna Þrúður Guðlaugsdóttir, f. 18. janúar 1946.
6. Jón Haukur Guðlaugsson, f. 2. október 1950.
Dóra var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands 1953.
Dóra var ritari á Alþingi eftir skólalok. Síðar vann hún hjá bæjarfógeta um skeið, sá svo um bókhald fyrirtækja, sem tengdust þeim Bjarna, fyrirtækjum í útgerð og fiskvinnslu.
Þau stofnuðu bókabúð við Strandveg og þar rak Dóra verslun um 20 ára skeið eða til 1996, er þau seldu reksturinn.
Þau Bjarni giftu sig 1953, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu við Brimhólabraut 9.
Dóra lést 2007 og Bjarni 2018.
I. Maður Dóru, (23. maí 1953), var Bjarni Sighvatsson frá Ási, skipstjóri, útgerðarmaður, verkstjóri, einn af eigendum Vinnslustöðvarinnar og stjórnarformaður, f. 2. desember 1932, d. 9. október 2018.
Börn þeirra:
1. Sigurlaug Bjarnadóttir húsfreyja, f. 6. október 1954. Maður hennar Páll Sveinsson.
2. Guðmunda Áslaug Bjarnadóttir húsfreyja, f. 8. september 1956. Maður hennar Viðar Elíasson.
3. Sighvatur Bjarnason, f. 4. janúar 1962. Kona hans Ragnhildur S. Gottskálksdóttir.
4. Ingibjörg Rannveig Bjarnadóttir, f. 2. september 1970. Maður hennar Halldór Arnarson.
5. Hinrik Örn Bjarnason, f. 15. september 1972. Kona hans Anna Jónína Sævarsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 8. desember 2007. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.