Hlýri

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. ágúst 2006 kl. 09:26 eftir Sigurgeir (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. ágúst 2006 kl. 09:26 eftir Sigurgeir (spjall | framlög) (Smáleiðr.)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sjávardýr
Fiskar
Önnur sjávardýr

Hlýri (Anarhichas minor). Latneska orðið minor þýðir „yngri“ bróðir steinbítsins, þar sem hann fannst síðar.

Stærð: Hlýrinn er töluvert stærri en steinbíturinn, við kynþroska er hann yfirleitt 70-90 cm og 4-8 kg. Verður sjaldan stærri en 140 cm, þá um 25 ára aldur. Getur orðið allt upp í 180 cm og 26 kg.

Lýsing: Hann er gulbrúnn og flekkóttur. Hlýrinn hefur veikari tennur en steinbítur. En roðið er sterkara en á steinbít og þykir því enn betra til skinngerðar.

Heimkynni: Kaldsjávarfiskur við Ísland, Svalbarða, Grænland og Nýfundnaland. Er á um 100 m dýpi. Lífshættir: Hér er hann allt í kringum landið en algengari í kalda sjónum. Lifir á sand- og leirbotni á 100-700 m dýpi.

Fæða: Lifir aðallega á skrápdýrum. Talið að hann sækist mikið í steinbítshrogn.

Hrygning: Hann hrygnir á allmiklu dýpi. Eggin eru 15-35 þúsund. Eggin límast saman og festast við botninn.

Nytsemi: Hlýrinn veiðist á línu og í botnvörpu, veiðist aðallega í kalda sjónum. Hann þykir ekki eins bragðgóður og steinbítur en kemur þó fyrir að hann er roðflettur og seldur sem steinbítur.