Ellý Þórðardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. apríl 2022 kl. 14:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. apríl 2022 kl. 14:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ellý Þórðardóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Ellý Björg Þórðardóttir húsfreyja, verslunar- og skrifstofumaður fæddist 13. apríl 1936 á Bárustíg 18 og lést 24. desember 2003.
Foreldrar hennar voru Þórður Halldór Gíslason netagerðarmeistari, meðhjálpari, f. 20. júní 1898 á Eyrarbakka, d. 17. mars 1993 í Eyjum, og kona hans Jónína Guðjónsdóttir frá Sandfelli, húsfreyja, f. 25. febrúar 1903 u. Eyjafjöllum, d. 15. apríl 1993.

Börn Jónínu og Þórðar:
1. Ingveldur Jónína Þórðardóttir húsfreyja, f. 1. október 1922 á Dyrhólum, d. 2. febrúar 2012. Maður hennar var Rútur Snorrason.
2. Hallgrímur Þórðarson netagerðarmeistari, f. 7. febrúar 1926 á Grímsstöðum, d. 8. október 2013. Kona hans var Guðbjörg Einarsdóttir.
3. Ellý Björg Þórðardóttir húsfreyja, skrifstofumaður, matráðskona, f. 13. apríl 1936 á Bárustíg 18, d. 24. desember 2003. Fyrri maður hennar Hreinn Svavarsson, síðari maður hennar Tryggvi Maríasson.
4. Kristín Karítas Þórðardóttir húsfreyja, talsímavörður, f. 18. mars 1941 í Fagradal, d. 20. desember 2000. Maður hennar Einar Norðfjörð.

Ellý var með foreldrum sínum.
Hún varð gagnfræðingur í Skógaskóla.
Ellý vann skrifstofu- og verslunarstörf, söng með Samkórnum og síðar í Kirkjukór Háteigs- og Bústaðakirkju.
Ellý flutti til Reykjavíkur 1968, var matráðskona hjá Ferðaskrifstofu ríkisins, síðar Íslands í 24 ár.
Þau Hreinn giftu sig 1959, eignuðust fjögur börn og Ellý fóstraði son Hreins. Þau bjuggu á Urðavegi 42. Þau skildu.
Þau Tryggvi voru í sambúð síðustu árin.
Ellý bjó síðast í Lundarbrekku 4 í Kópavogi. Hún lést 2003.

Maður Ellýjar, (11. júlí 1959, skildu), var Hreinn Svavarsson frá Syðsta-Kambhóli í Eyjafirði, rafvirki, skipstjóri, f. 20. maí 1929, d. 20. september 1997.
Börn þeirra:
1. Jónas Þór Hreinsson skrifstofumaður, f. 25. nóvember 1959. Kona hans Marta Guðjónsdóttir.
2. Júlía Guðný Hreinsdóttir táknmálskennari, túlkur, f. 1. júlí 1964. Fyrrum maður hennar Haukur Vilhjálmsson.
3. Arnþór Hreinsson teiknari, f. 1. júlí 1964.
4. Daði Hreinsson félagsmálafulltrúi, f. 24. mars 1969. Kona hans Lene Bernhöj.
Dóttir Hreins og fósturbarn Ellýjar:
5. Margrét Lind Hreinsdóttir, f. 29. júní 1956. Sambúðarmaður hennar Stefán Steingrímsson.

II. Sambúðarmaður Ellýjar var Tryggvi Maríasson, f. 25. júní 1930, d. 10. október 2003.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.