Hreinn Svavarsson
Hreinn Svavarsson frá Syðsta-Kambhóli í Eyjafirði, rafvirki, skipstjóri fæddist þar 20. maí 1929 og lést 20. september 1997.
Foreldrar hans voru Svavar Jóhannsson bifreiðastjóri, bifreiðaeftirlitsmaður á Akureyri, f. 2. desember 1906 í Arnarneshreppi í Eyjafirði, d. 19. september 1987, og barnsmóðir hans Áslaug Ágústa Magnúsdóttir, f. 3. júlí 1904 á Ytri-Bakka í Arnarneshreppi, d. 19. ágúst 1985.
Hreinn var með móður sinni í æsku.
Hann fór ungur til Akureyrar, lærði síðan rafvirkjun í Reykjavík, varð sveinn 1950. Meistari hans var Hrólfur Sturlaugsson.
Síðar lauk hann prófi í Stýrimannaskólanum.
Hann vann hjá Rafveitu Hríseyjar, Gissuri Pálssyni og Ólafi Jenssyni 1951-1955, síðan hjá Sameinuðum verktökum um skeið.
Hann stundað sjómennsku 1956-1959, fluttist til Eyja og vann hjá Haraldi Eiríkssyni 1959.
Hreinn varð sjómaður, var útgerðarmaður og skipstjóri á Emmu um skeið, var síðan stýrimaður og skipstjóri hjá ýmsum útgerðum, lengst reri hann með Jóhanni Pálssyni á Hannesi lóðs, hjá Ársæli Sveinssyni á Ísleifi III og Sigurði Gunnarssyni á Sæunni.
Hann flutti til Reykjavíkur 1968, vann á rafreiknistofu Ólafs Gíslasonar til 1974, stofnaði þá eigin teiknistofu og rak hana til ársins 1981.
Hann vann í Seattle í Bandaríkjunum 1981 við uppsetningu á Baadervélum í togara. Hann hélt þó áfram sjómennsku, þegar heim var komið og reri á trillu meðan heilsa leyfði.
Þau Sigríður Anna bjuggu saman í nokkur ár, eignuðust þrjú börn. Þau skildu.
Þau Ellý giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Urðavegi 42. Þau skildu.
Hreinn lést 1997.
I. Sambúðarkona Hreins var Sigríður Anna Jensen, f. 30. desember 1921, d. 7. janúar 1968. Foreldrar hennar voru Karl Jensen vélsmiður og Kristín Eiríksdóttir, f. 25. júlí 1885, d. 20. júlí 1966.
Börn þeirra:
1. Karl Smári Hreinsson, f. 24. október 1954.
2. Margrét Lind Hreinsdóttir, f. 29. júní 1956.
3. Guðrún Hreinsdóttir, f. 16. mars 1958, d. 12. maí 1958.
II. Kona Hreins, (11. júlí 1959), var Ellý Björg Þórðardóttir húsfreyja, verslunar- og skrifstofukona, matráðskona, f. 13. apríl 1936, d. 24. desember 2003.
Börn þeirra:
1. Jónas Þór Hreinsson skrifstofumaður, f. 25. nóvember 1959. Kona hans Marta Guðjónsdóttir.
2. Júlía Guðný Hreinsdóttir táknmálskennari, túlkur, f. 1. júlí 1964. Fyrrum maður hennar Haukur Vilhjálmsson.
3. Arnþór Hreinsson teiknari, f. 1. júlí 1964.
4. Daði Hreinsson félagsmálafulltrúi, f. 24. mars 1969. Kona hans Lene Bernhöj.
Dóttir Hreins og fósturbarn Ellýjar:
2. Margrét Lind Hreinsdóttir, f. 29. júní 1956. Sambúðarmaður hennar Stefán Steingrímsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 26. september 1997. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.
- Sjómannadagsblað Vestmannaeyja.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.