Vilhjálmur Guðmundsson (Háagarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. mars 2022 kl. 14:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. mars 2022 kl. 14:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Vilhjálmur Guðmundsson Goodman''' frá Háagarði fæddist þar 7. nóvember 1877 og lést 31. október 1923 í Vesturheimi.<br> Foreldrar hans voru Guðmundur Þorkelsson bóndi, f. 7. júlí 1834 á Hryggjum í Mýrdal, d. 14. febrúar 1897 í Háagarði, og kona hans Margrét Magnúsdóttir húsfreyja, f. 28. október 1838 í Eyjum, d. 11. mars 1891. Börn Margrétar og Guð...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Vilhjálmur Guðmundsson Goodman frá Háagarði fæddist þar 7. nóvember 1877 og lést 31. október 1923 í Vesturheimi.
Foreldrar hans voru Guðmundur Þorkelsson bóndi, f. 7. júlí 1834 á Hryggjum í Mýrdal, d. 14. febrúar 1897 í Háagarði, og kona hans Margrét Magnúsdóttir húsfreyja, f. 28. október 1838 í Eyjum, d. 11. mars 1891.

Börn Margrétar og Guðmundar:
1. Guðrún Guðmundsdóttir, f. 24. október 1862, gift Guðmundi Ísleifssyni á Vilborgarstöðum, f. 22. júní 1859, d. 25. desember 1903. Hún varð ekkja 1903 og fór til Vesturheims 1905 með Margréti Ísleifu Guðmundsdóttur dóttur sína.
2. Magnús Guðmundsson í Hlíðarási, f. 1. ágúst 1867, d. 2. ágúst 1949.
3. Halldóra Guðmundsdóttir, f. 13. ágúst 1869, d. 20. júní 1873.
4. Margrét Halldóra Guðmundsdóttir, f. 20. september 1873, d. 6. apríl 1924. Hún fór til Vesturheims 1904 með manni sínum Gunnari Jónssyni 25 ára og dóttur þeirra Stefaníu Gunnarsdóttur 2 ára.
5. Vilhjálmur Guðmundsson, f. 7. nóvember 1877, d. 31. október 1923. Hann fór til Vesturheims 1905.
6. Guðjón Guðmundsson, f. 23. október 1881. Hann fór til Vesturheims 1905. Bjó í Saskatschewan 1911.
Barn Guðmundar áður og var í Háagarði 1870:
7. Vilborg Guðmundsdóttir, f. 26. ágúst 1856, d. 23. september 1875.

Vilhjálmur var með foreldrum sínum í Háagarði 1880 og 1890, var vinnumaður í Frydendal 1901.
Hann fór til Vesturheims 1905.
Þau Jóhanna Elísabet giftu sig 1910, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Selkirk í Manitoba.
Vilhjálmur lést 1923.

I. Kona Vilhjálms, (1910), var Jóhanna Elísabet Sveinsdóttir frá Von í Hálssókn, S.-Múl, húsfreyja, f. þar 20. janúar 1886. Hún var með foreldrum sínum í Von 1890, vinnukona í Sandfellssókn í Öræfum 1901. Foreldrar hennar voru Sveinn Árnason bóndi og kona hans Elín Jónsdóttir.
Börn þeirra:
1. Kjartan Vilhjálmsson, f. 10. desember 1910.
2. Lárus Sigurður Vilhjálmsson, f. 16. mars 1913.
3. Þórhallur Vilhjálmsson, f. 6. apríl 1918.
4. Sigurður Vilhjálmsson, 2. júní 1920.
5. Jón Richard Vilhjálmsson, 17. júní 1922.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.