Vilborg Guðmundsdóttir (Háagarði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Vilborg Guðmundsdóttir frá Háagarði fæddist 26. ágúst 1856 og lést 23. september 1874.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Þorkelsson þá vinnumaður á Ofanleiti, f. 7. júlí 1834, d. 14. febrúar 1897, og Guðrún Einarsdóttir vinnukona þar. Þau Guðrún komu bæði til Eyja samtímis úr Dyrhólasókn 1856 og fluttust að Ofanleiti.

Vilborg var hálfsystir, (samfeðra), Magnúsar Guðmundssonar í Hlíðarási.

Vilborg var eins árs, er hún fór með móður sinni að Ketilsstöðum í Mýrdal 1857.
Móðir hennar dó 1862 og á því ári var Vilborg flutt með Fjallaskipi til föður síns í Háagarði.
Vilborg var 14 ára með föður sínum og fjölskyldu hans í Háagarði 1870.
Hún lést 19 ára 1874 úr sullaveiki.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.