Halldóra Guðmundsdóttir (Háagarði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Margrét Halldóra Guðmundsdóttir frá Háagarði, húsfreyja fæddist 20. september 1873 og lést 6. apríl 1924.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Þorkelsson bóndi í Háagarði, f. 7. júlí 1834, d. 14. febrúar 1897, og kona hans Margrét Magnúsdóttir húsfreyja, f. 28.október 1838, d. 11. mars 1891.

Halldóra var systir Magnúsar Guðmundssonar í Hlíðarási.

Halldóra ólst upp með foreldrum sínum, var léttastúlka á Löndum 1901.
Þau Gunnar eignuðust Stefaníu 1902, giftu sig 1904 og héldu til Vesturheims.

Maður hennar, (17. janúar 1904), var Gunnar Jónsson verkamaður á Heiði 1901, í Hlaðbæ 1904, f. 26. apríl 1879.
Barn þeirra í Eyjum var
1. Stefanía Gunnhildur Gunnarsdóttir, f. 23. nóvember 1902. Hún fluttist með foreldrum sínum til Vesturheims 1904, bjó í Winnipeg undir ættarnafninu O´Reilly


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.