Sigríður Björnsdóttir (Bólstaðarhlíð)
Sigríður Björnsdóttir (Silla) frá Bólstaðarhlíð , húsfreyja fæddist þar 8. apríl 1923 og lést 30. júlí 2019 í Hraunbúðum.
Foreldrar hennar voru Björn Bjarnason frá Hlaðbæ, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 3. mars 1893 á Ysta-Skála u. Eyjafjöllum, d. 25. september 1947, og kona hans Ingibjörg Ólafsdóttir frá Dalseli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 12. apríl 1895, d. 22. júní 1976.
Börn Ingibjargar og Björns:
1. Halldóra Kristín Björnsdóttir, f. 3. apríl 1922, d. 13. október 2021.
2. Sigríður Björnsdóttir, f. 8. apríl 1923, d. 30. júlí 2019.
3. Jón Björnsson, f. 17. júní 1924, d. 4. september 2012.
4. Kristín Björnsdóttir, f. 22. maí 1925.
5. Sigfríður Björnsdóttir, f. 11. sept. 1926. d. 30 júní 2007.
6. Perla Björnsdóttir, f. 11. ágúst 1928.
7. Soffía Björnsdóttir, f. 13. ágúst 1933.
8. Bjarni Ólafur Björnsson, f. 9. maí 1935. d. 4. júní 1959, hrapaði í Bjarnarey í Vestmannaeyjum.
Sigríður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún rak verslunina Skemmuna um skeið.
Þau Angantýr giftu sig 1941, eignuðust eitt barn, eitt kjörbarn og fóstruðu eitt barn. Þau bjuggu í Hlaðbæ við Austurveg 28, í Grænuhlíð 8 og á Ásavegi 18 og Kleifahrauni 1A.
Angantýr lést 1991. Sigríður dvaldi að síðustu í Hraunbúðum. Hún lést 2019.
I. Maður Sigríðar, (29. nóvember 1941), var Angantýr Arngrímur Elíasson útgerðarmaður skipstjóri, hafnsögumaður, f. 29. apríl 1916, d. 18. júní 1991.
Börn þeirra:
1. Elías Björn Angantýsson, kjörbarn, vélvirki í Garðabæ, f. 20. ágúst 1948. Kona hans Drífa Vermundsdóttir.
2. Edda Angantýsdóttir húsfreyja, f. 7. apríl 1953. Maður hennar Sigmar Georgsson.
Fósturdóttir hjónanna:
3. Jóhanna Kolbrún Jensdóttir húsfreyja, f. 4. desember 1938, d. 8. júní 2010. Maður hennar var Kristinn Kristinsson, látinn.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 10. ágúst 2019. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.