Sigríður Vigfúsdóttir (Hamri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. desember 2021 kl. 14:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. desember 2021 kl. 14:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Sigríður Vigfúsdóttir''' húsfreyja, vinnukona, bústýra fæddist 1. apríl 1893 í Heiðarseli á Síðu og lést 26. júní 1972.<br> Foreldrar hennar voru Vigfús Árnason...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Vigfúsdóttir húsfreyja, vinnukona, bústýra fæddist 1. apríl 1893 í Heiðarseli á Síðu og lést 26. júní 1972.
Foreldrar hennar voru Vigfús Árnason bóndi, f. 1850 í Skálmarbæ í Álftaveri, skírður 16. mars 1850, d. 4. febrúar 1912 í Heiðarseli, og fyrri kona hans Þóranna Ásgrímsdóttir húsfreyja, f. 20. október 1861 í Múlakoti á Síðu, d. 18. september 1897 í Heiðarseli.

Sigríður var með foreldrum sínum í Heiðarseli til 1910, var vinnukona í Holti 1910-1911, hjá foreldrum sínum 1911-1912, vinnukona í Holti 1912-1913, á Hunkubökkum 1913-1916, á Fossi í Mýrdal 1916-1917.
Þau Elías giftu sig 1917, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Fossi í Mýrdal.
Elías lést 1922.
Sigríður var ekkja í Vík 1922-1923, á Ytri-Sólheimum í Mýrdal 1923-1924, á Reyni í Mýrdal 1924-1826, í Hjörleifshöfða 1926-1927, vinnukona í Þykkvabæ í Álftaveri 1927-1929, á Breiðabólstað á Síðu 1929-1932. Þar eignaðist hún Elías þar með Júlíusi 1930.
Hún var í Skaftafelli í Öræfum 1932-1934, vinnukona í Eystri-Dalbæ í Landbroti 1934-1935, bústýra í Nýjabæ í Meðallandi 1935-1937, ekkja í Hæðargarði í Landbroti 1937-1938, bústýra í Vík 1938-1940.
Sigríður fór með Elías son sinn til Eyja 1940, var þar bústýra hjá Þorgeiri Eiríkssyni á Hamri við Skólaveg 33, með Elías son sinn hjá sér, en fór til Reykjavíkur eftir rúmt ár, bjó ekkja þar. Hún dvaldi síðast á Hrafnistu.
Þau Elías giftu sig 1917, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Fossi í Mýrdal.
Þau Júlíus eignuðust Elías 1930.
Elías maður hennar lést 1922 og Sigríður 1972.

I. Maður Sigríðar, (28. nóvember 1917), var Elías Einarsson bóndi á Fossi, f. 9. júní 1893 í Ásgarði í Landbroti, d. 23. janúar 1922 á Fossi. Hann var bróðir Jóns í Berjanesi.
Börn þeirra:
1. Vigfús Ragnar Elíasson bifreiðastjóri, f. 15. september 1917, d. 30. október 2010. Kona hans Árdís Olga Steingrímsdóttir, látin.
2. Þuríður Elíasdóttir húsfreyja á Englandi, f. 5. mars 1919, d. 20. nóvember 2002. Maður hennar Reymond Mountain.
3. Einar Elíasson verslunarmaður í Reykjavík, f. 13. nóvember 1921, d. 7. ágúst 2006. Fyrsta kona hans Hulda Gígja Geirsdóttir. Önnur kona hans Elín Teitsdóttir. Síðasta kona hans Þórdís Árnadóttir.

II. Barnsfaðir Sigríðar var Júlíus Bernburg bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 14. maí 1908, d. 12. júní 2005.
Barn þeirra:
4. Elías Júlíusson framreiðslumaður, þjónn, f. 2. maí 1930, d. 20. ágúst 2007. Fyrrum kona hans Bjarney Runólfsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.