Ragnheiður Jónsdóttir (Berjanesi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. desember 2021 kl. 19:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. desember 2021 kl. 19:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|150px|''Ragnheiður Jónsdóttir. '''Ragnheiður Jónsdóttir''' frá frá Berjanesi við Faxastíg 20, húsfreyja...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ragnheiður Jónsdóttir.

Ragnheiður Jónsdóttir frá frá Berjanesi við Faxastíg 20, húsfreyja, sjúkraliði fæddist þar 10. apríl 1928 og lést 29. júlí 2018.
Foreldrar hennar voru Jón Einarsson verkamaður, smiður, f. 13. júní 1895 að Fljótakróki í Meðallandi, V.-Skaft., d. 27. nóvember 1989, og kona hans Ólöf Friðfinnsdóttir frá Borgum í Vopnafirði, húsfreyja, f. þar 11. desember 1901, d. 5. nóvember 1985.

Börn Ólafar og Jóns:
1. Elísa Guðlaug Jónsdóttir húsfreyja, f. 17. september 1925 í Berjanesi, d. 30. janúar 2018. Fyrrum sambúðarmaður hennar Sigurgeir Ólafsson, (Siggi Vídó). Maður hennar Jón Ingvaldur Hannesson.
2. Guðrún Ólína Jónsdóttir, f. 24. febrúar 1927 í Berjanesi, d. 14. mars 1927.
3. Ragnheiður Jónsdóttir húsfreyja, sjúkraliði í Reykjavík, f. 10. apríl 1928 í Berjanesi, d. 29. júlí 2018. Maður hennar Ernst Backman, látinn.
4. Gunnar Sveinbjörn Jónsson húsasmíðameistari, f. 7. október 1931 í Berjanesi, d. 27. október 2018. Kona hans Guðrún Bergsdóttir, látin.
5. Einar Þór Jónsson húsasmíðameistari, um skeið á Seyðisfirði, f. 30. nóvember 1934 í Berjanesi. Kona hans Erla Blöndal, látin.

Ragnheiður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1945 og varð sjúkraliði 1975.
Ragnheiður vann við fiskiðnað og síðar verslunarstörf í Eyjum og Reykjavík þar til hún útskrifaðist sjúkraliði 1975 og vann frá þeim umönnunarstörf, lengst á Vífilsstöðum til starfsloka vegna aldurs.
Þau Ernst giftu sig 1948, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Reykjavík, þá í Garðabæ, en síðast dvöldu þau á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Kópavogi.
Ernst lést í febrúar 2018 og Ragnheiður í júlí 2018.

I. Maður Ragnheiðar, (23. október 1948), var Ernst Fridolf Backman íþróttakennari, sundþjálfari, f. 21. október 1920 í Reykjavík, d. 22. febrúar 2018. Foreldrar hans voru Ernst Fridolf Backman frá Vermalandi í Svíþjóð, grjótsprengingamaður, f. 7. ágúst 1891, d. 19. apríl 1959, og kona hans Jónína Salvör Helgadóttir Backman, húsfreyja, f. 16. júlí 1894 í Reykjavík, d. 15. nóvember 1988.
Börn þeirra:
1. Þuríður Backman hjúkrunarfræðingur, alþingismaður, f. 8. janúar 1948. Barnsfaðir hennar Bjarni Sívertsen. Maður hennar Björn Kristleifsson.
2. Jón Rúnar Backman í Garðabæ, f. 6. janúar 1951. Kona hans Þóra Elín Guðjónsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 7. ágúst 2018. Minning Ragnheiðar, og 2. mars 2018. Minning Ernsts.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.