Erlendur Árnason (Gilsbakka)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. desember 2021 kl. 14:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. desember 2021 kl. 14:27 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Erlendur Árnason á Gilsbakka.

Erlendur Árnason fæddist 5. nóvember 1864 og lést 28. nóvember 1946. Erlendur var trésmíðameistari og byggði mörg hús hér í bæ, m.a. Gilsbakka og Hæli.

Frekari umfjöllun

Erlendur Árnason á Gilsbakka, trésmíðameistari, útgerðarmaður fæddist 5. nóvember 1864 í Neðridal u. V.-Eyjafjöllum og lést 28. nóvember 1946.
Foreldrar hans voru Árni Indriðason bóndi, f. 17. desember 1823, d. 8. mars 1894, og kona hans Sigríður Magnúsdóttir húsfreyja, f. 19. september 1832, d. 7. september 1921.

Erlendur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var vinnumaður í Árkvörn í Fljótshlíð 1890, aðkomandi í Fljótsdal þar 1901.
Erlendur flutti til Eyja frá Árkvörn 1902, var trésmiður í Sandprýði 1906, byggði Gilsbakka 1907, var kvæntur trésmiður og útgerðarmaður á Gilsbakka 1910.
Þau Björg giftu sig 1903, eignuðust tvö börn, fótruðu síðar son Júlíönu dóttur sinnar og Hinriks Jónssonar, voru komin að Gilsbakka 1907 með Dagmar dóttur sína og Björgu Árnadóttur móður Bjargar húsfreyju. Svo var og 1910, en þá hafði Sigríður Magnúsdóttir móðir hans bæst í hópinn. Þar bjuggu þau síðan.
Erlendur lést 1946 og Björg 1955.

ctr
Erlendur Árnason, Björg kona hans og dæturnar Dagmar og Júlíana.

I. Kona Erlendar, (9. apríl 1903), var Björg Sighvatsdóttir frá Vilborgarstöðum, húsfreyja, f. 5. júní 1873, d. 22. maí 1955.
Börn þeirra:
1. Friðrikka Dagmar Erlendsdóttir húsfreyja á Gilsbakka, síðar í Reykjavík, f. 5. maí 1905, d. 8. júní 1980.
2. Júlíana Sigurbjörg Erlendsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 3. september 1912, d. 24. júlí 1982.
Fósturbarn þeirra, sonur Júlíönu dóttur þeirra var
3. Hilmir Hinriksson, f. 31. mars 1932, d. 24. nóvember 2005.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.