Sólveig Þóranna Eysteinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. nóvember 2021 kl. 14:59 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. nóvember 2021 kl. 14:59 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Sólveig Þóranna Eysteinsdóttir og Karl Pétursson.

Sólveig Þóranna Eysteinsdóttir húsfreyja í Eskihlíð við Skólaveg 36 í Eyjum og á Skammbeinsstöðum í Holtahreppi, Rang. fæddist 20. ágúst 1908 í Tjarnarkoti í A.-Landeyjum og lést 11. maí 1994.
Foreldrar hennar voru Eysteinn Gunnarsson bóndi í Stóru-Hildisey, f. 14. júlí 1874, d. 23. nóvember 1958, og Þorgerður Jóhannsdóttir vinnukona, síðar saumakona í Landeyjum og Eyjum, f. 13. ágúst 1878 í Tjarnarkoti, d. 3. apríl 1952 í Reykjavík.

Sólveig var tökubarn hjá föður sínum og konu hans í Tjarnarkoti 1910, kom með móður sinni til Eyja 1912, var með henni í Miðey 1920.
Þau Óli giftu sig 1927, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Eskihlíð við Skólaveg 36 1930. Óli var farinn frá þeim 1934.
Sólveig flutti úr bænum. Hún giftist Karli 1938, eignaðist með honum tvö börn. Þau voru bændur á Skammbeinsstöðum í Holtahreppi, Rang. 1938-1983, bjuggu síðan á Hellu.
Sólveig Þóranna lést 1986 og Karl 1989.

I. Fyrri maður Sólveigar Þórönnu, (12. apríl 1930), var Óli Kristinn Frímannsson skósmiður frá Deplum í Fljótum, Skagaf., f. 22. apríl 1904, d. 18. nóvember 1986. Foreldrar hans voru Arngrímur Frímann Steinsson bóndi á Deplum og Lundi í Stíflu í Skagaf., f. 16. febrúar 1865 að Hring í Stíflu, d. 26. febrúar 1925 á Ólafsfirði, og kona hans Halldóra Sigurbjörg Friðriksdóttir frá Hléskógum í Höfðahvefi, S.-Þing., húsfreyja, f. 17. nóvember 1865, d. 29. júní 1947.
Börn þeirra:
1. Ottó Eyfjörð Ólason, bifreiðastjóri, listmálari, ljósmyndari á Hvolsvelli, f. 19. ágúst 1928 í Eskihlíð, d. 31. maí 2009. Kona hans Guðrún Fjóla Guðlaugsdóttir.
2. Elías Eyberg Ólason bifvélavirki á Hvolsvelli, f. 26. september 1930 í Eskihlíð. Kona hans Sigrún Fríða Pálsdóttir.

I. Maður Sólveigar Þórönnu, (2. júní 1938), var Karl Pétursson bóndi, f. 28. nóvember 1909 á Skammbeinsstöðum, d. 13. febrúar 1989 á Selfossi. Foreldrar hans voru Pétur Jónsson bóndi, f. 7. júní 1874 á Stokkalæk á Rangárvöllum, d. 29. október 1940 á Skammbeinsstöðum, og kona hans Guðný Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 13. júlí 1875, d. 7. maí 1961.
Börn þeirra:
3. Auður Karlsdóttir bóndi á Skammbeinsstöðum, f. 5. nóvember 1938. Maður hennar Sveinn Matthías Andrésson.
4. Pétur Viðar Karlsson bifvélavirki á Selfossi, f. 13. aðpríl 1941. Kona hans Brynhildur Tómasdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skagfirskar æviskrár – Tímabilið 1890-1910. Margir höfundar. Ritstjóri: Eiríkur Kristinsson. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki 1964-1972.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.