Ottó Eyfjörð Ólason
Ottó Eyfjörð Ólason frá Eskihlíð við Skólaveg 36, bifreiðastjóri fæddist þar 19. ágúst 1928 og lést 31. maí 2009 á Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli, Rang.
Foreldrar hans voru Óli Kristinn Frímannsson frá Deplum í Fljótum, Skag., skósmiður, söðlasmiður, f. 22. apríl 1904, d. 18. nóvember 1986, og Sólveig Þóranna Eysteinsdóttir frá Tjarnarkoti í A.-Landeyjum, húsfreyja, f. 20. ágúst 1908, d. 11. maí 1994.
Börn Sólveigar og Óla:
1. Ottó Eyfjörð Ólason, bifreiðastjóri, listmálari, ljósmyndari á Hvolsvelli, f. 19. ágúst 1928 í Eskihlíð, d. 31. maí 2009. Kona hans Guðrún Fjóla Guðlaugsdóttir.
2. Elías Eyberg Ólason bifvélavirki á Hvolsvelli, f. 26. september 1930 í Eskihlíð. Kona hans Sigrún Fríða Pálsdóttir.
Börn Sólveigar og Karls Péturssonar, síðari manns hennar:
3. Auður Karlsdóttir bóndi, kennari á Skammbeinsstöðum, f. 5. nóvember 1938. Maður hennar Sveinn Matthías Andrésson.
4. Pétur Viðar Karlsson bifvélavirki á Selfossi, f. 13. aðpríl 1941, d. 17. febrúar 2007. Kona hans Brynhildur Tómasdóttir.
Ottó var með foreldrum sínum í Eyjum, síðar móður sinni og Karli á Skammbeinsstöðum í Holtahreppi, Rang.
Hann tók námskeið eftir starfslok í tölvunotkun, skrautskrift og í meðferð vatnslita og í teikningu.
Ottó var bílstjóri hjá Kaupfélagi Rangæinga í 50 ár. Hann var sjálflærður ljósmyndari og liggja eftir hann fjöldi mynda, m.a. af mannlífi í Rangárvallasýslu. Myndir hans prýða ýmsar bækur, tímarit og dagblöð. Hann endurvann margar gamlar myndir og handmálaði svarthvítar myndir. Hann lærði listmálun og málaði mikið með olíulitum. Hann lék mikið á harmónikku og lék fyrir dansi á dansleikjum. Ottó hélt tvær einkasýningar á málverkum sínum og eina með ljósmyndum sínum og tók þátt í samsýningum.
Þau Fjóla giftu sig 1950, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Vallarbraut 10 á Hvolsvelli.
Ottó lést 2009 og Fjóla 2020.
I. Kona Ottós, (30. júlí 1950), var Guðrún Fjóla Guðlaugsdóttir frá Giljum í Hvolhreppi, húsfreyja, f. 3. júní 1930, d. 27. apríl 2020. Foreldrar hennar voru Guðlaugur Bjarnason bóndi, póstur og bifreiðastjóri, f. 18. ágúst 1889, d. 5. apríl 1984, og kona hans Láretta Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 11. maí 1894, d. 19. september 1978.
Börn þeirra:
1. Svavar Ottósson véltæknifræðingur í Mosfellsbæ, f. 4. júlí 1947. Kona hans Hólmfríður Pálsdóttir.
2. Georg Ottósson garðyrkjubóndi á Flúðum í Árn., f. 29. september 1951. Kona hans Guðbjörg Runólfsdóttir.
3. Sólveig Ottósdóttir húsfreyja á Giljum í Hvolhreppi, f. 24. ágúst 1953. Maður hennar Jón Smári Lárusson.
4. Óli Kristinn Ottósson bóndi á Eystra-Seljalandi, Rang., f. 30. maí 1960. Kona hans Auður Sigurðardóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 6. júní 2009. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.