Óli Kristinn Frímannsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Óli Kristinn Frímannsson frá frá Deplum í Fljótum, skósmiður, söðlasmiður fæddist 22. apríl 1904 á Lundi í Knappastaðasókn í Fljótum í Skagafjarðarsýslu og lést 18. nóvember 1986.
Foreldrar hans voru Arngrímur Frímann Steinsson bóndi á Deplum og Lundi í Stíflu í Skagafirði, síðar á Ólafsfirði, f. 16. febrúar 1865, d. 25. febrúar 1925, og kona hans Halldóra Sigurbjörg Friðriksdóttir frá Hléskógum í Höfðahverfi , S.-Þing., húsfreyja, f. 17. nóvember 1865, d. 29. júní 1947.

Óli var með foreldrum sínum, en var við nám í söðlasmíði á Akueyri 1920.
Hann flutti til Eyja 1927, stundaði skósmíðar.
Þau Sólveig giftu sig 1930, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Eskihlíð við Skólaveg 36, en skildu.
Óli flutti til Reykjavíkur, bjó síðast á Lindargöti 21.
Hann lést 1986.

I. Kona Óla, (12. apríl 1930), var Sólveig Þóranna Eysteinsdóttir húsfreyja, síðar á Skammbeinsstöðum í Holtahreppi, Rang., f. 20. ágúst 1908 á Tjarnarkoti í A.-Landeyjum, d. 11. maí 1994.
Börn þeirra:
1. Ottó Eyfjörð Ólason, bifreiðastjóri, listmálari, ljósmyndari á Hvolsvelli, f. 19. ágúst 1928 í Eskihlíð, d. 31. maí 2009. Kona hans Guðrún Fjóla Guðlaugsdóttir.
2. Elías Eyberg Ólason bifvélavirki á Hvolsvelli, f. 26. september 1930 í Eskihlíð. Kona hans Sigrún Fríða Pálsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skagfirskar æviskrár – Tímabilið 1890-1910. Margir höfundar. Ritstjóri: Eiríkur Kristinsson. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki 1964-1972.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.