Valgeir Jónasson (kennari)
Valgeir Jónasson trésmiður, smíðakennari fæddist 2. febrúar 1944 á Boðaslóð 5 og lést 7. mars 2016.
Foreldrar hans voru Jónas Bjarnason, sjómaður, skipstjóri, f. 21. júní 1899, d. 24. mars 1978, og kona hans Valgerður Björnsdóttir Bjarnason húsfreyja, f. 1. janúar 1915 í Trangilsvogi í Færeyjum, d. 12. ágúst 1978.
Börn Valgerðar og Jónasar:
1. Gréta Jónasdóttir húsfreyja, f. 19. september 1933 á Reynistað, d. 5. ágúst 2018.
2. Andvana stúlka, f. 14. mars 1936 á Boðaslóð 5.
3. Bjarni Jónasson, f. 31. október 1937 á Boðaslóð 5.
4. Valgeir Jónasson húsasmíðameistari, smíðakennari, f. 2. febrúar 1944, d. 7. mars 2016.
Valgeir var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk 4. bekkjar gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1960, lærði trésmíðaiðn.
Hann stofnaði Trésmiðju Vestmannaeyja og vann við smíðar.
Þau Erla byggðu hús nærri hússtæði fyrrverandi prestseturs að Ofanleiti og bjuggu þar frá 1991. Síðustu árin var Valgeir smíðakennari í Barnaskólanum,
Þau Erla giftu sig 1963, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við lengi Bröttugötu 16. byggðu hús nærri hússtæði fyrrverandi prestseturs að Ofanleiti og bjuggu þar.
Valgeir var á Sjúkrahúsinu síðasta ár sitt. Hann lést 2016.
Erla býr að Áshamri 75.
I. Kona Valgeirs, (2. nóvember 1963), er Erla Einarsdóttir frá Reykjavík,, húsfreyja, fiskiðnaðarkona, starfsmaður í eldhúsi, f. 14. janúar 1944.
Börn þeirra:
1. Anna Margrét Valgeirsdóttir grunnskólakennari, f. 16. apríl 1964. Fyrrum maður hennar Höskuldur Birkir Erlingsson. Maður hennar Stefán Pálsson.
2. Björg Valgeirsdóttir, býr í Noregi, f. 21. maí 1966. Fyrrum sambúðarmaður Guðmundur Ó. Björgvinsson.
3. Vilborg Valgeirsdóttir grunnskólakennari í Hrísey, f. 9. maí 1971. Maður hennar Anton Steinarsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Erla.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 1. apríl 2016. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.