Vilborg Valgeirsdóttir
Vilborg Valgeirsdóttir, húsfreyja, grunnskólakennari í Hrísey fæddist 9. maí 1971.
Foreldrar hennar Valgeir Jónasson, trésmiður, smíðakennari, f. 2. febrúar 1944, d. 7. mars 2016, og kona hans Erla Einarsdóttir, húsfreyja, fiskverkakona, starfsmaður í eldhúsi, f. 14. janúar 1944, d. 23. september 2024.
Börn Erlu og Valgeirs:
1. Anna Margrét Valgeirsdóttir grunnskólakennari, f. 16. apríl 1964. Fyrrum maður hennar Höskuldur Birkir Erlingsson. Maður hennar Stefán Pálsson.
2. Björg Valgeirsdóttir, býr í Noregi, f. 21. maí 1966. Fyrrum sambúðarmaður Guðmundur Óskar Björgvinsson.
3. Vilborg Valgeirsdóttir grunnskólakennari í Hrísey, f. 9. maí 1971. Maður hennar Anton Steinarsson.
Þau Anton giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau búa í Hrísey.
I. Maður Vilborgar er Anton Már Steinarsson, skipstjóri, f. 14. júní 1969. Foreldrar hans Guðmundur Steinar Kjartansson, f. 19. júní 1941, og Mary Anna Samúelsdóttir, f. 2. janúar 1944.
Barn þeirra:
1. Anna María Antonsdóttir, f. 30. október 2007.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Vilborg.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.