Jónas Bjarnason (skipstjóri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Jónas Bjarnason.

Jónas Marel Bjarnason fæddist 21. júní 1899 og lést 24. mars 1978. Jónas var faðir Bjarna Jónassonar útvarpsmanns og Valgeirs, smiðs og bónda á Ofanleiti.

Frekari umfjöllun

Marel Bjarnason sjómaður, skipstjóri, fiskimatsmaður fæddist að Útgörðum í Stokkseyrarhreppi 21. júní 1899 og og lést 24. mars 1978.
Foreldrar hans voru Bjarni Jónasson skipstjóri, f. 2. nóvember 1867 í Kaldaðarnesi í Flóa, d. 14. nóvember 1944, og kona hans Arnlaug Sveinsdóttir húsfreyja, f. 23. apríl 1864 í Nýjabæ u. Eyjafjöllum, d. 11. júní 1947.

Jónas var með foreldrum sínum í æsku, í Útgörðum og Bjarnaborg á Stokkseyri.
Hann fékk skipstjórnarréttindi 1929.
Hann stundaði sjómennsku í Eyjum, var fluttur til Eyja um tvítugt, var sjómaður, skipstjóri. Eftir að Jónas hætti sjósókn, gerðist hann á sumrum starfsmaður Síldarverksmiðja ríkisins á Sigluflrði, m.a. við löndunartækin þar, en vann ýmis störf í Eyjum að vetrinum. Þá var hann og um skeið starfandi við síldarleitina út af Norðurlandi. Jónas vann í Vinnslustöðinni frá árinu 1955, eða um 20 ára skeið.
Hann dvaldi að síðustu í Hraunbúðum.
Þau Valgerður giftu sig 1933, eignuðust 4 börn, en eitt þeirra fæddist andvana. Þau bjuggu í fyrstu á Reynistað, voru komin á Boðaslóð 5 1934 og bjuggu þar síðan. Þau skildu 1955, tóku síðar saman aftur um skeið.
Jónas lést í mars 1978 á Sjúkrahúsinu.
Valgerður lést í ágúst 1978.

I. Kona Jónasar, (1. júní 1933, skildu), var Valgerður Björnsdóttir Bjarnason frá Færeyjum, húsfreyja, f. 1. janúar 1915 í Trangilsvogi, d. 12. ágúst 1978.
Börn þeirra:
1. Gréta Jónasdóttir húsfreyja, f. 19. september 1933 á Reynistað, d. 5. ágúst 2018.
2. Andvana stúlka, f. 14. mars 1936 á Boðaslóð 5.
3. Bjarni Jónasson sjómaður, skipstjóri, matsveinn, kennari, flugmaður, flugrekandi, framkvæmdastjóri, útvarpsrekandi, f. 31. október 1937 á Boðaslóð 5.
4. Valgeir Jónasson húsamíðameistari, smíðakennari, f. 2. febrúar 1944, d. 7. mars 2016.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.