Unnur María Magnúsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. nóvember 2021 kl. 19:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. nóvember 2021 kl. 19:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Unnur María Magnúsdóttir''' vinnukona, húsfreyja fæddist 13. mars 1915 í Lambhaga og lést 28. desember 1996.<br> Foreldrar hennar voru Magnús Bjarni Magnúss...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Unnur María Magnúsdóttir vinnukona, húsfreyja fæddist 13. mars 1915 í Lambhaga og lést 28. desember 1996.
Foreldrar hennar voru Magnús Bjarni Magnússon Brandssonar frá Unaðsdal á Snæfjallaströnd, fiskverkamaður, lýsisbræðslumaður, bóndi, söðlasmiður, f. 8. október 1875, d. 13. janúar 1928, og kona hans Ragnhildur Árnadóttir frá Moldnúpi u. Eyjafjöllum f. 14. september 1877, d. 9. nóvember 1956.

Unnur María var eina barn foreldra sinna. Hún var með þeim í Lambhaga og Fagurhól 1920.
Hún flutti með þeim úr Eyjum 1921, var með þeim á Giljum, Stórólfshvoli, Efra-Hvoli og Moshvoli í Hvolhreppi.
Faðir hennar lést 1928, er Unnur María var á þrettánda ári sínu.
Hún var vinnukona á Efra-Hvoli í Hvolhreppi 1930, síðar bjó hún í Reykjavík.
Þau Karl Daníel giftu sig 1943, eignuðust þrjú börn.
Karl Daníel lést 1979 og Unnur María 1996.

I. Maður Unnar Maríu, (18. september 1943), var Karl Daníel Pétursson frá Eydölum í Breiðdal, S.-Múl., vélstjóri, f. 4. ágúst 1909, d. 8. mars 1979. Foreldrar hans voru Pétur Þorsteinsson prestur, f. 3. ágúst 1873, d. 11. mars 1919, og kona hans Hlíf Bogadóttir Smith húsfreyja, f. 2. júlí 1877, d. 5. apríl 1942.
Börn þeirra:
1. Guðríður Kolbrún Karlsdóttir, f. 12. mars 1944.
2. Magnús Pétur Karlsson, f. 29. nóvember 1947. Barnsmóðir hans Guðlaug Jónsdóttir. Kona hans Guðríður Magnúsdóttir.
3. Ragnhildur Anna Karlsdóttir, f. 26. júní 1952. Maður hennar Þorvaldur Rúnar Jónasson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.