Birgir S. Bogason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. júní 2021 kl. 16:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. júní 2021 kl. 16:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Birgir Sigmundur Bogason''' framkvæmdastjóri fæddist 16. nóvember 1935 í Eyjum og lést 29. október 1990.<br> Foreldrar hans voru Bogi Óskar Sigurðsson frá Garðbæ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Birgir Sigmundur Bogason framkvæmdastjóri fæddist 16. nóvember 1935 í Eyjum og lést 29. október 1990.
Foreldrar hans voru Bogi Óskar Sigurðsson frá Garðbæ, kvikmyndasýningastjóri, f. 12. desember 1910, d. 14. mars 1980, og kona hans Sigurlaug Auður Eggertsdóttir frá Vindheimum í Skagafirði, húsfreyja, f. 9. júní 1914, d. 23. júlí 2012.

Börn Sigurlaugar og Boga:
1. Birgir Sigmundur Bogason verslunarmaður í Reykjavík, f. 16. nóvember 1935 í Steinholti, d. 29. október 1990.
2. Eggert Bogason iðnverkamaður, kvikmyndasýningamaður, f. 15. júlí 1939 á Ásavegi 5, d. 10. apríl 2021.
Barn Sigurlaugar er
3. Elín Sigrún Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 11. maí 1934.

Birgir var með foreldrum sínum í æsku, í Steinholti og á Ásavegi 5, fluttist með þeim til Keflavíkur 1941 og síðantil Reykjavíkur.
Hann nam í Samvinnuskólanum.
Birgir vann hjá Sláturfélagi Skagafjarðar og varð framkvæmdastjóri þess.
Birgir eignaðist barn með Svanhildi Báru 1957.
Þau Svanhildur Erna giftu sig 1957, eignuðust fimm börn.
Birgir Sigmundur lést 1990.

I. Barnsmóðir Birgis var Svanhildur Bára Albertsdóttir, f. 2. ágúst 1927, d. 12. febrúar 2012.
Barn þeirra:
1. Albert Birgisson trésmiður, sjúkraliði, f. 9. september 1957, ókvæntur.

II. Kona Birgis Sigmundar, (6. desember 1957), er Svanhildur Erna Jónsdóttir húsfreyja, bókari, f. 16. júlí 1935. Foreldrar hennar voru Jón Gauti Jónatansson rafmagns- og ljóstæknifræðingur í Reykjavík, fyrrum rafveitustjóri á Ísafirði, f. 14. október 1907, d. 20. febrúar 1964, og Guðrún Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 4. febrúar 1909, d. 27. október 2001.
Börn þeirra:
2. Sigrún Elín Birgisdóttir skrifstofumaður, f. 3. október 1957. Barnsfaðir hennar Jakob Þór Haraldsson.
3. Kristján Einar Birgisson kennari, f. 20. október 1958. Sambýliskona hans er Angela Berthold.
4. Jón Gauti Birgisson bifvélavirki, kvikmyndasýningamaður í Háskólabíói, leiðsögumaður, f. 23. nóvember 1959, d. 13. apríl 2004, ókvæntur.
5. Sigríður Ósk Birgisdóttir skrifstofumaður, f. 4. júlí 1961, ógift.
6. Bogi Örn Birgisson skrifstofumaður í Bandaríkjunum, f. 11. júní 1972. Kona hans Sotheavy Soth.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.