Guðjónía Pálsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. mars 2021 kl. 13:28 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. mars 2021 kl. 13:28 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Viglundur færði Guðjóna Pálsdóttir á Guðjónía Pálsdóttir)
Fara í flakk Fara í leit

Guðjónía Pálsdóttir frá Garðhúsum á Miðnesi fæddist þar 14. febrúar 1884 og lést 19. desember 1948.
Foreldrar hennar voru Páll Sigurðsson bóndi í Garðhúsum og Sandhóli á Miðnesi, f. 14. febrúar 1852 í Háfsókn í Rang., d. 12. júní 1910, og Guðríður Oddsdóttir húsfreyja, síðar á Sandhóli á Miðnesi og síðast ekkja í Rafstöðinni við Elliðaár, f. 2. apríl 1853 á Kvíabóli í Mýrdal, d. 17. janúar 1943.

Guðjónía var með foreldrum sínum í Garðhúsum 1890, var vinnukona í Hávarðarkoti í Þykkvabæ 1901.
Þau Ingibergur fluttu frá Reykjavík til Eyja 1910, giftu sig 1911. Þau eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Gjábakka-vestri 1910, voru komin í Hjálmholt 1911 og bjuggu þar síðan.
Guðjónía lést 1948 og Ingibergur 1971.

I. Maður Guðjóníu, (1911), var Ingibergur Hannesson sjómaður, verkamaður, f. 15. febrúar 1884 í Votmúla í Sandvíkurhreppi, Árn., d. 3. september 1971.
Börn þeirra:
1. Sigríður Ingibergsdóttir húsfreyja á Kirkjubóli í Skutulsfirði, síðan í Reykjavík, f. 31. maí 1911, d. 29. janúar 2002. Barnsfaðir hennar var Jón Finnbogi Bjarnason. Maður hennar var Jóhann Vilhjálmur Guðlaugsson.
2. Páll Ingibergsson sjómaður, útgerðarmaður, skipstjóri, f. 6. maí 1913, d. 15. janúar 1988. Kona hans Marín Guðjónsdóttir.
3. Júlíus Ingibergsson sjómaður, útgerðarmaður, útgerðarstjóri, f. 17. júlí 1915, d. 11. ágúst 2000. Kona hans Elma Jónsdóttir.
4. Hannes Ingibergsson íþróttakennari, f. 24. október 1922, d. 9. desember 2012. Kona hans Jónína Halldórsdóttir.
5. Ólafur Ingibergsson sjómaður, bifreiðastjóri, f. 31. júlí 1925, d. 21. júlí 2006. Kona hans Eyrún Hulda Marinósdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.