Þuríður Pálsdóttir (Hjarðarholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. mars 2021 kl. 12:13 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. mars 2021 kl. 12:13 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Þuríður Pálsdóttir (Hjarðarholti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Pálína Þuríður Pálsdóttir húsfreyja í Hjarðarholti við Vestmannabraut 69 fæddist 23. júlí 1890 á Syðstu-Grund í Reykjavík og lést 17. nóvember 1945.
Foreldrar hennar voru Páll Ólafsson múrari í Reykjavík, f. 11. nóvember 1872, d. 6. apríl 1926, og barnsmóðir hans Ingibjörg Sigríður Sigurðardóttir, f. 2. september 1851 á Keldum, þá í Mosfellssveit, d. 4. júní 1921 í Eyjum.

Þuríður var með móður sinni á Syðstu-Grund í Reykjavík 1890.
Hún flutti frá Reykjavík til Eyja 1908.
Þau Vilmundur giftu sig 1910, eignuðust 11 börn, en misstu tvö þeirra á fyrsta ári. Þau bjuggu á Bergi 2 (Strandbergi) 1910, í Hjarðarholti 1920.
Vilmundur lést 1923.
Þuríður bjó í Hjarðarholti 1930, en flutti til Reykjavíkur 1934, og þar var hún húsfreyja á Bergþórugötu 13 1945 og lést á því ári.

I. Maður Pálínu Þuríðar, (17. desember 1910), var Vilmundur Friðriksson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 19. september 1883 á Strönd í V.-Landeyjum, d. 20. maí 1923.
Börn þeirra;
1. Karl Friðrik Vilmundarson, f. 6. desember 1909, d. 2. maí 1983.
2. Kristinn Eyjólfur Vilmundarson, f. 2. febrúar 1911, d. 24. desember 1945.
3. Skarphéðinn Vilmundarson, f. 25. janúar 1912, d. 28. júlí 1971.
4. Laufey Vilmundardóttir, f. 1. júní 1914, d. 21. febrúar 1979.
5. Hannes Vilmundarson, f. 1914, d. 3. desember 1914, 7 vikna gamall.
6. Unnur Vilmundardóttir, f. 21. nóvember 1915, d. 14. ágúst 1999.
7. Fjóla Vilmundardóttir, f. 13. janúar 1917, d. 6. apríl 1998.
8. Ingibergur Vilmundarson, f. 15. nóvember 1918, d. 29. ágúst 1986.
9. Jóhann Vilmundarson, f. 24. janúar 1921, d. 4. september 1995.
10. Lilja Vilmundardóttir, f. 21. mars 1922, d. 25. mars 2008.
11. Rósa Vilmundardóttir, f. 21. mars 1922, d. 27. mars 1922.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.