Gunnar Sigurðsson (Svanhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. febrúar 2021 kl. 17:00 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. febrúar 2021 kl. 17:00 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|150px|''Gunnar Þór Sigurðsson. '''Gunnar Þór Sigurðsson''' frá Svanhól, rafvirkjameistari, vélstjóri fæddist þar 7. júlí 19...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Gunnar Þór Sigurðsson.

Gunnar Þór Sigurðsson frá Svanhól, rafvirkjameistari, vélstjóri fæddist þar 7. júlí 1948.
Foreldrar hans voru Sigurður Gísli Bjarnason frá Hlaðbæ, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 14. nóvember 1905, d. 5. október 1970, og kona hans Þórdís Guðjónsdóttir frá Kirkjubæ, húsfreyja, f. 26. nóvember 1908, d. 2. júní 1995.

Börn Þórdísar og Sigurðar:
1. Jóhann Guðmundur Sigurðsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 30. júní 1930 í Hlaðbæ, d. 17. október 2003. Kona hans Guðný Guðmundsdóttir, látin.
2. Bjarni Hilmir Sigurðsson vélstjóri, f. 3. september 1932 á Heiði. Kona hans Friðrikka Sigurðardóttir.
3. Halla Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 18. júlí 1936. Maður hennar Jón Snæbjörnsson.
4. Sigurður Sigurðsson rennismíðameistari, f. 12. ágúst 1945. Kona hans Margrét Sigurðardóttir.
5. Gunnar Þór Sigurðsson vélstjóri, rafvirkjameistari í Hafnarfirði, f. 7. júlí 1948. Kona hans Bjartey Sigurðardóttir. Uppeldissystir Gunnars Þórs, dóttir Sigrúnar móðursystur hans:
6. Þórey Guðjóns, f. 1. ágúst 1944, d. 31. desember 2000. Maður hennar Agnar Pétursson.

Gunnar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagngnfræðaskólanum 1964, lauk vélstjóraprófi í Eyjum 1965, nam rafvirkjun í Kjarna í Eyjum. Meistari var Finnbogi Árnason, lauk hann sveinsprófi 1969 og fékk meistarabréf 1974.
Gunnar Þór vann við rafvirkjun og lengi við sjómennsku, var m.a. á Birni riddara, Sigurði Gísla, Fífli GK, vb. Bjarnarey, Álsey og Surtsey, en síðast á Steinunni frá Hornafirði.
Eftir flutning til Hafnarfjarðar 1999 vann Gunnar Þór við rafvirkjun hjá Raftíðni í Reykjavík.
Þau Bjartey giftu sig 1978, eignuðust fjögur börn, en misstu tvö þeirra nýfædd. Þau bjuggu á Fjólugötu 13 og 29 og í Hrauntúni 44.
Þau skildu.

Kona Gunnars Þórs, (1. júlí 1978, skildu), er Bjartey Sigurðardóttir talmeinafræðingur, f. 12. febrúar 1957 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Sædís Gunnarsdóttir, f. 26. desember 1977, d. 31. desember 1977.
2. Jóhanna Margrét Gunnarsdóttir, f. 8. júlí 1979, d. 11. júlí 1979.
3. Styrmir Gunnarsson heilari, f. 8. september 1993. Ókvæntur.
4. Huginn Gunnarsson við háskólanám, f. 25. ágúst 1995. Ókvæntur.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Gunnar Þór.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.