Guðný Guðmundsdóttir (hárgreiðslukona)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðný María Sigríður Guðmundsdóttir.

Guðný María Sigríður Guðmundsdóttir frá Rekavík bak Látur, N.-Ís., húsfreyja, hárgreiðslukona, gjaldkeri, bókari fæddist 18. júní 1932 á Látrum í Aðalvík og lést 22. mars 2009 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Pálmason vitavörður á Straumnesvita og bóndi í Rekavík bak Látur, N.-Ís., f. 28. janúar 1878, d. 21. febrúar 1951, og Bjarney Andrésdóttir frá Lambadal í Mýrarhreppi, V.-Ís., ráðskona, f. 3. nóvember 1890, d. 7. júní 1976.
Fósturforeldrar Guðnýjar frá þriggja ára aldri voru hálfsystir hennar María Guðmundsdóttir, f. 7. mars 1903, d. 24. apríl 1989, og Ingvar Benediktsson í Rekavík bak Látur, f. 30. júlí 1909, d. 7. janúar 2000.

Guðný ólst upp hjá Maríu og Ingvari til 15 ára aldurs. Þá flutti hún til Stellu systur sinnar í Reykjavík og tveim árum síðar flutti hún til Eyja.
Hún lærði hárgreiðslu og vann við þá iðn. Síðar var hún við viðskiptanám og vann gjaldkerastörf og bókarastörf.
Þau Jóhann (Hanni) giftu sig 1953, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Svanhól, byggðu hús við Kirkjubæjarbraut 19 og bjuggu þar meðan vært var. Eftir flutning til Reykjavíkur 1973 bjuggu þau að Ljósalandi 6, en fluttu síðar að Furugrund 6 á Selfossi.
Jóhann lést 2003 og Guðný 2009.

I. Maður Guðnýjar, (16. júní 1953), var Jóhann Guðmundur Sigurðsson frá Svanhól, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 30. júní 1930, d. 17. október 2003.
Börn þeirra:
1. Þórdís Bjarney Jóhannsdóttir, f. 31. október 1952 í Svanhól. Maður hennar Helgi Hermannsson.
2. Hrafnhildur Jóhannsdóttir, f. 1. ágúst 1955 í Svanhól. Maður hennar Ólafur Bachmann.
3. Sigurður Hilmir Jóhannsson, f. 13. nóvember 1962 á Sj.húsinu. Kona hans Guðbjörg Guðjónsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 3. apríl 2009. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.