Halla Sigurðardóttir (Svanhól)
Halla Guðrún Sigurðardóttir frá Svanhól, húsfreyja fæddist þar 18. júlí 1936.
Foreldrar hennar voru Sigurður Gísli Bjarnason frá Hlaðbæ, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 14. nóvember 1905, d. 5. október 1970, og kona hans Þórdís Guðjónsdóttir frá Kirkjubæ, húsfreyja, f. 26. nóvember 1908, d. 2. júní 1995.
Börn Þórdísar og Sigurðar:
1. Jóhann Guðmundur Sigurðsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 30. júní 1930 í Hlaðbæ, d. 17. október 2003. Kona hans Guðný Guðmundsdóttir, látin.
2. Bjarni Hilmir Sigurðsson vélstjóri, f. 3. september 1932 á Heiði, d. 14. september 2023. Kona hans Friðrikka Sigurðardóttir.
3. Halla Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 18. júlí 1936. Maður hennar Jón Snæbjörnsson.
4. Sigurður Sigurðsson rennismíðameistari, f. 12. ágúst 1945. Kona hans Margrét Sigurðardóttir.
5. Gunnar Þór Sigurðsson vélstjóri, rafvirkjameistari í Hafnarfirði, f. 7. júlí 1948. Fyrrum kona hans Bjartey Sigurðardóttir.
Uppeldissystir Höllu, dóttir Sigrúnar móðursystur hennar:
6. Þórey Guðjóns, f. 1. ágúst 1944, d. 31. desember 2000. Maður hennar Agnar Pétursson.Halla var með foreldrum sínum í æsku.
Halla var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann við fiskiðnað og síðar þjónustustörf á Hótel Borg.
Þau Jón giftu sig 1957 á Ofanleiti, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu sex ár í Sviss meðan Jón menntaðist, síðan í Reykjavík.
I. Maður Höllu, (25. desember 1957), er Jón Snæberg Snæbjörnsson tannlæknir, f. 23. júní 1933. Foreldrar hans voru Snæbjörn Ísak Kristmundsson frá Bolungarvík, sjómaður, múrari, f. 9. september 1893, d. 13. september 1963, og kona hans Ingibjörg Magnúsdóttir frá Efri-Hömrum í Ásahreppi, Rang., húsfreyja, f. 22. júlí 1908, d. 9. október 1980.
Börn þeirra:
1. Sigurður Snæberg Jónsson kvikmyndagerðarmaður, f. 28. febrúar 1957. Fyrrum kona hans Gunnþórunn Halldórsdóttir.
2. Jón Snæberg Jónsson flugvallarstarfsmaður í Zurich í Sviss, f. 17. febrúar 1970. Kona hans Anna Lin.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Halla.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.