Guðrún Einarsdóttir (Bjarmalandi)
![](/images/thumb/5/55/KG-mannamyndir_3852.jpg/200px-KG-mannamyndir_3852.jpg)
Guðrún Sigríður Einarsdóttir húsfreyja á Bjarmalandi fæddist 14. nóvember 1915 í Keflavík og lést 23. apríl 1954 eftir barneign.
Foreldrar hennar voru Einar Jónsson, bóndi í Kaldárhöfða í Grímsnesi og Hákoti í Njarðvíkursókn, sjómaður, verkamaður, síðar á Ásbergi við Skerjafjörð, f. 21. nóvember 1877 í Mjóanesi í Þingvallasveit, d. 21. október 1956, og kona hans Sigurlaug Þorkelsdóttir húsfreyja, f. 12. mars 1885 í Niðurkoti á Kjalarnesi, d. 24. febrúar 1973.
Guðrún var með foreldrum sínum í æsku, í Hákoti í Njarðvíkursókn 1920, vinnukona á Ásbergi í Skildinganesi 1930.
Guðrún fór í vist til Eyja.
Þau Einar giftu sig 1936, eignuðust sex börn, en fyrsta barn þeirra fæddist andvana og annað barn þeirra lést tæplega tveggja vikna gamalt.
Þau bjuggu á Strönd við Miðstræti 9 í fyrstu, í Steinholti, en á Flötum 10 1943 og síðan.
Guðrún Sigríður lést af barnsförum 1954, en Einar 1967.
![ctr](/images/thumb/d/dd/KG-mannamyndir_16631.jpg/300px-KG-mannamyndir_16631.jpg)
I. Maður hennar, (16. maí 1936), var Einar Ólafsson frá Strönd, sjómaður, síðar trillukarl, f. 1. maí 1910, d. 23. mars 1967.
Börn þeirra:
1. Andvana stúlka, f. 1. júlí 1936 á Strönd.
2. Sigurður Gunnar Einarsson, f. 17. júní 1937 í Steinholti, d. 1. júlí 1937.
3. Gylfi Sævar Einarsson bifreiðastjóri á Akureyri, f. 7. apríl 1939 í Steinholti. Kona hans Hrefna Óskarsdóttir.
4. Steinunn Einarsdóttir húsfreyja, bjó um skeið í Ástralíu, f. 19. júlí 1940 í Steinholti. Fyrrum maður hennar Magnús Karlsson. Fyrrum maður hennar Ólafur Þór Magnússon.
5. Álfheiður Ósk Einarsdóttir húsfreyja í Eyjum, í Hofsnesi í Öræfum og á Selfossi, f. 28. október 1943 á Bjarmalandi. Fyrrum maður hennar Hafliði Albertsson. Fyrrum maður hennar Sigurður Bjarnason. Maður hennar Ingimundur Smári Björnsson, látinn.
6. Guðrún Sigríður Einarsdóttir Moore húsfreyja, býr í S.-Karólínu í Bandaríkjunum, f. 22. apríl 1954 á Bjarmalandi. Maður hennar T. Moore.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Álfheiður.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.