Sigurður Rósant Sigurbjörnsson
Sigurður Rósant Sigurbjörnsson kennari, bifreiðastjóri fæddist 21. júní 1950 á Brekastíg 31.
Foreldrar hans voru Sigurbjörn Árnason frá Stóra-Hvammi sjómaður, verkamaður, bifreiðastjóri, f. 6. mars 1920, d. 31. desember 1998, og kona hans Ester S. Snæbjörnsdóttur frá Reykjavík, húsfreyja, f. 7. september 1923, d. 31. júlí 2016.
Börn Esterar og Sigurbjarnar:
1. Snæbjörn Sigurbjörnsson verkamaður, f. 2. apríl 1947 í Kamp Knox í Reykjavík, d. 27. mars 2000, ókvæntur.
2. Hafþór Sigurbjörnsson skipstjóri, verslunarmaður, innkaupastjóri, f. 31. júlí 1949 á Heimagötu 3 B. Hann býr í Svíþjóð. Kona hans Erla Björg Magnúsdóttir.
3. Sigurður Rósant Sigurbjörnsson kennari, f. 21. júní 1950 á Brekastíg 31. Barnsmóðir hans Guðríður Guðmundsdóttir. Fyrri kona hans var Guðbjörg Óskarsdóttir, látin. Síðari kona hans Hafdís Hrönn Ingimundardóttir.
4. Sigmar Ágúst Sigurbjörnsson sjúklingur, f. 12. sept. 1951, d. 24. mars 1972, ókvæntur.
5. Ingibjörg Elín Sigurbjörnsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 11. sept. 1952. Maður hennar Sigurður Eyþórsson.
6. Árni Sigurbjörnsson verkamaður, f. 22. nóv. 1953, d. 10. mars 1983. Barnsmæður hans Anna Bjarndís Gísladóttir og
Soffía Ragnarsdóttir.
7. Páll Ingimundur Blöndal Sigurbjörnsson tölvunarfræðingur, f. 15. apríl 1955. Kona hans Elfa Dís Austmann Jóhannsdóttir.
8. Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir húsfreyja, f. 2. júní 1956. Barnsfaðir hennar Helgi Valur Helgason.
9. Finnbogi Sigurbjörnsson verkamaður, f. 22. sept. 1957, d. 27. okt. 2001, ókvæntur.
10. Sigurbjörn Blöndal Sigurbjörnsson, f. 3. nóv. 1958. Barnsmóðir hans Lilja Sigurðardóttir. Barnsmóðir hans Hafdís Erla Baldvinsdóttir.
Barn Sigurbjörns og Maríu Björgvinsdóttur:
11. Kristín Birna Sigurbjörnsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 15. september 1944.
Barn Sigurbjörns og Erlu Kristjánsdóttur:
12. Svanur Sigurbjörnsson læknir, f. 13. febrúar 1965 í Reykjavík. Fyrrum sambýliskona hans Hanna Þórunn Skúladóttir. Fyrrum eiginkona hans Sólveig Halldórsdóttir.
Sigurður ar með foreldrum sínum, en þeir skildu, er hann var níu ára.
Hann var með þeim á Brekastíg 31, í Hraundal og á Hólagötu 31. Hann fluttist með þeim í Hafnarfjörð 1954, á Álftanes 1955 og bjó með þeim í Ægiskampi 1956-1957, þá í Gnoðarvogi og þar bjó Sigurður síðar með móður sinni og systkinum eftir skilnað foreldra sinna 1959.
Sigurður varð gagnfræðingur í Hlíðardalsskóla í Ölfusi 1967, tók kennarapróf 1971. Hann hefur setið ýmis námskeið, m.a. skógræktarnámskeið í Noregi 1969.
Sigurður var kennari við barna- og unglingaskólann á Þingeyri 1973-1974, Barnaskóla Keflavíkur 1974-1978, Gagnfræðaskóla Keflavíkur 1978-1979, Hólabrekkuskóla í Reykjavík 1979-1984.
Hann hefur starfað við brúarvinnu, grjótnám, skógrækt, útkeyrslu o.fl.
Hann vann hjá Skyggnu hf. í Reykjavík og Skyggnu-Myndverki ehf. 1985-1991, kenndi við Grunnskólann á Drangsnesi 1991-1992 við Hamraskóla veturna 1992-1995. Þá ók hann hjá SVR og Strætó bs. árin 1997-2006 og hjá Arriva og Nobina í Næstved 2006-2011.
Sigurður var trúnaðarmaður barnakennara í Keflavík 1977-1978.
Hann eignaðist barnið Huldu Björk með Guðríði 1979.
Þau Guðbjörg giftu sig 1974, eignuðust eitt barn 1974. Guðbjörg lést 1975 af slysförum.
I. Barnsmóðir Sigurðar Rósants er Guðríður Guðmundsdóttir, f. 21. nóvember 1955.
Barn þeirra:
1. Hulda Björk húsfreyja, ritari, verslunarmaður, f. 17. apríl 1979.
II. Kona Sigurðar Rósants, (31. ágúst 1974), var Guðbjörg Óskarsdóttir húsfreyja, f. 2. febrúar 1954, d. 3. desember 1975. Foreldrar hennar Óskar Veturliði Grímsson sjómaður, vélvirki, verkstjóri frá Njarðvík, f. 11. apríl 1934, d. 12. febrúar 2020, og kona hans Margrét Gestsdóttir húsfreyja, f. 1. febrúar 1932.
Barn þeirra:
2. Óskar Veturliði Sigurðsson starfsmaður kortafyrirtækis, f. 22. apríl 1974. Sambýliskona Hafrún Anna Sigurbjörnsdóttir.
III. Sambýliskona Sigurðar Rósants er Hafdís Hrönn Ingimundardóttir húsfreyja, f. 17. apríl 1958 á Drangsnesi, Strand. Foreldrar hennar Ingimundur Loftsson bóndi á Hafnarhólmi í Strand., f. 22. júlí 1921, d. 15. ágúst 1983, og Ragna Kristín Árnadóttir húsfreyja, f. 9. júní 1931.
Börn þeirra:
3. Aron Ingi Sigurðsson nemi í tölvunarfræði við Iðnskólann í Reykjavík og síðan við Háskólann í Reykjavík, starfsmaður Lyfju hf. við lagerstörf, f. 26. desember 1992.
4. Bergdís Sigurðardóttir háskólanemi, f. 20. júní 1995. Sambýlismaður hennar Agnar Jónsson Rink.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Prestþjónustubækur.
- Sigurður.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.