Guðrún Magnúsdóttir (Grundarbrekku)
Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Guðrún Magnúsdóttir“
Guðrún Magnúsdóttir frá Grundarbrekku fæddist 27. júní 1906 og lést 20. maí 1987.
Eiginmaður hennar var Jónas Guðmundsson.
Heimildir
- gardur.is
Frekari umfjöllun
Guðrún Guðríður Magnúsdóttir á Grundarbrekku, húsfreyja fæddist 27. júlí 1906 í Fagradal, Bárustíg 16a og lést 20. maí 1987.
Foreldrar hennar voru Magnús Eyjólfsson á Grundarbrekku, sjómaður, verkamaður, f. 13. mars 1862 í Tobbakoti í Þykkvabæ í Rang., d. 26. júlí 1940, og kona hans Þorbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 21. október 1872 í Norðurgarði í Mýrdal, V-Skaft., d. 2. ágúst 1945.
Börn Þorbjargar og Magnúsar:
1. Friðrik Halldór Magnússon, f. 15. apríl 1904 í Nýjabæ, d. 16. janúar 1978.
2. Guðrún Guðríður Magnúsdóttir, f. 27. júlí 1906 í Fagradal, d. 20. maí 1987.
3. Andvana drengur, f. 11. janúar 1909.
4. Magnús Þórarinn Magnússon, f. 24. maí 1912 í Fagradal, d. 20. febrúar 1978.
Börn Magnúsar og Guðrúnar Runólfsdóttur bónda í Snotru í Þykkvabæ:
5. Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja í Suður-Nýjabæ í Þykkvabæ, tvíburi, f. 25. júní 1886, d. 17. janúar 1979. Maður hennar var Gísli Gestsson.
6. Gísli Magnússon tvíburi, skipstjóri, útgerðarmaður í Skálholti, f. 25. júní 1886, d. 2. maí 1962.
Guðrún var með foreldrum sínum í æsku, með þeim í Fagradal og síðan á Grundarbrekku og þar varð Guðrún húsfreyja síðar.
Þau Jónas giftu sig 1930, eignuðust fjögur börn, bjuggu alla tíð sína á Grundarbrekku.
Jónas lést 1979 og Guðrún 1987.
I. Maður Guðrúnar Guðríðar, (17. maí 1930), var Jónas Guðmundsson verkamaður, f. 9. mars 1886, d. 20. febrúar 1979.
Börn þeirra:
1. Jóhanna Jónasdóttir, f. 15. júlí 1931, d. 2. október 1938.
2. Jóhann Hilmar Jónasson bifreiðastjóri á Bifreiðastöð Vestmannaeyja og hjá Vestmannaeyjabæ, f. 14. apríl 1934, d. 16. mars 2016. Kona hans Ester Árnadóttir.
3. Einar Guðni Jónasson múrari, f. 24. nóvember 1938. Kona hans er Halldóra Traustadóttir.
4. Jóhann Jónasson sorphreinsunarmaður, f. 5. maí 1940. Ókvæntur.
5. Sigurbjörg Jónasdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 7. febrúar 1942. Maður hennar er Viðar Óskarsson.
6. Magnús Þór Jónasson bókhaldari, kaupmaður, frmkvæmdastjóri, f. 4. maí 1947, d. 24. apríl 2019. Kona hans Guðfinna Óskarsdóttir.
Myndir
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972 og 1979.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 2016.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.