Magnús Eyjólfsson (Grundarbrekku)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Magnús Eyjólfsson á Grundarbrekku, sjómaður, verkamaður fæddist 13. mars 1862 í Tobbakoti í Þykkvabæ, Rang. og lést 26. júlí 1940.
Foreldrar hans voru Eyjólfur Gíslason vinnumaður, síðar bóndi í Tobbakoti, f. 15. desember 1834, d. 15. mars 1906, og kona hans Guðrún Þorsteinsdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Tobbakoti, f. 8. ágúst 1830, d. 8. febrúar 1900.

Magnús var með foreldrum sínum í Tobbakoti 1870, vinnumaður í Stekkjarkoti í Þykkvabæ 1880, vinnumaður í Skipagerði í V-Landeyjum 1890.
Hann fluttist frá Miðkoti í Landeyjum til Eyja 1896, var vinnumaður með Þorbjörgu í Dölum 1900. Þau giftu sig 1900, voruvinnuhjú í Þorlaugargerði 1901, en voru í Nýjabæ við fæðingu Halldórs 1904, en komin í Fagradal síðari hluta ársins og voru þar enn 1912. Þau voru komin á Grundarbrekku 1913 og bjuggu þar síðan, eignuðust fjögur börn, en eitt þeirra fæddist andvana.
Magnús lést 1940 og Þorbjörg 1945.

I. Barnsmóðir Magnúsar var Guðrún Runólfsdóttir bóndi í Snotru í Þykkvabæ 1903-1905, f. 4. nóvember 1857, d. 17. febrúar 1951.
Börn þeirra:
1. Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja í Suður-Nýjabæ í Þykkvabæ, tvíburi, f. 25. júní 1886, d. 17. janúar 1979. Maður hennar var Gísli Gestsson.
2. Gísli Magnússon tvíburi, skipstjóri, útgerðarmaður í Skálholti, f. 25. júní 1886, d. 2. maí 1962.

II. Kona Magnúsar, (1900), var Þorbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 21. október 1872 í Norðurgarði í Mýrdal, d. 2. ágúst 1945.
Börn þeirra:
1. Friðrik Halldór Magnússon, f. 15. apríl 1904 í Nýjabæ, d. 16. janúar 1978.
2. Guðrún Guðríður Magnúsdóttir, f. 27. júlí 1906 í Fagradal, d. 20. maí 1987.
3. Andvana drengur, f. 11. janúar 1909.
4. Magnús Þórarinn Magnússon, f. 24. maí 1912 í Fagradal, d. 20. febrúar 1978.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.