Garðar Björgvinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. september 2019 kl. 17:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. september 2019 kl. 17:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Garðar Björgvinsson''' frá Goðalandi, húsasmíðameistari fæddist þar 1. desember 1939.<br> Foreldrar hans voru Björgvin Jónsson (Garðstöðum)|Björgvin Þorsteinn...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Garðar Björgvinsson frá Goðalandi, húsasmíðameistari fæddist þar 1. desember 1939.
Foreldrar hans voru Björgvin Þorsteinn Jónsson frá Garðstöðum, vélstjóri, f. þar 17. mars 1914, d. 16. júlí 1989, og kona hans Dagmar Aðalbjörg Guðmundsdóttir frá Goðalandi, húsfreyja, f. 23. júní 1914 í Garðhúsum, d. 30. janúar 1999.

Garðar var eina barn foreldra sinna. Hann var með þeim í æsku, varð þriðja bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1955, lærði smíðar í Smið hf., tók sveinspróf 1960 og fékk meistarabréf 20. mars 1963.
Hann vann í Reykjavík í 1-2 ár, stofnsetti Tréverk með Birki Baldurssyni 1964. Þeir unnu þar saman til Goss. Þá keypti Garðar hlut Birkis og rak fyrirtækið einn til 2018.
Þau Hrafnhildur giftu sig 1963, eignuðust tvö börn. Þau hafa búið á Illugagötu 47.

I. Kona Garðars, (1. janúar 1963), er Hrafnhildur Sigurðardóttir húsfreyja, veslunarmaður, skrifstofumaður, f. 12. október 1944 á Löndum.
Börn þeirra:
1. Ragna Garðarsdóttir húsfreyja, f. 11. júlí 1964. Maður hennar er Sigmar Garðarsson.
2. Helga Björg Garðarsdóttir húsfreyja, f. 19. júní 1972. Maður hennar er Hrafn Sævaldsson.


Heimildir

  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.