Hrafnhildur Sigurðardóttir (Löndum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hrafnhildur Sigurðardóttir frá Löndum, húsfreyja, verslunarmaður, skrifstofumaður fæddist þar 12. október 1944.
Foreldrar hennar voru Björgvin Sigurður Stefánsson frá Fáskrúðsfirði, sjómaður, verkalýðsleiðtogi, f. 26. janúar 1915, d. 23. september 1967, og Ragna Vilhjálmsdóttir frá Litla-Gerði, húsfreyja, f. 3. febrúar 1916 á Jaðri, d. 3. desember 1979.

Hrafnhildur var með foreldrum sínum á Löndum 1945, á Vestmannabraut 49 1949, Heiðarvegi 49 1957.
Hún lauk miðskólaprófi í Gagnfræðaskólanum 1960, vann afgreiðslustörf og síðan í Bókasafninu.
Síðar vann hún skrifstofustörf í Tréverki.
Þau Garðar giftu sig 1963, eignuðust tvö börn. Þau hafa búið á Illugagötu 47.

I. Maður Hrafnhildar, (1. janúar 1963), er Garðar Björgvinsson húsasmíðameistari frá Goðalandi, f. þar 1. desember 1939.
Börn þeirra:
1. Ragna Garðarsdóttir húsfreyja, f. 11. júlí 1964. Maður hennar er Sigmar Garðarsson.
2. Helga Björg Garðarsdóttir húsfreyja, f. 19. júní 1972. Maður hennar er Hrafn Sævaldsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.