Guðríður Þórunn Ásgrímsdóttir (Heiðarbæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. apríl 2019 kl. 19:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. apríl 2019 kl. 19:18 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Guðríður Þórunn Ásgrímsdóttir frá Kröggólfsstöðum í Ölfusi, húsfreyja í Heiðarbæ fæddist þar 19. september 1880 og lést 11. maí 1954.
Foreldrar hennar voru Ásgrímur Guðmundsson bóndi í Grafarholti í Mosfellshreppi, síðast í Reykjavík, f. 5. september 1829, d. 23. september 1910, og Þórunn Guðmundsdóttir frá Þórisstöðum í Mosfellssókn í Árnessýslu, húsfreyja f. 9. júní 1841, d. 10. júlí 1886.

Guðríður var með móður sinni á Kröggólfsstöðum í Reykjasókn, Árn. 1880, hjá Guðmundi bróður sínum í Saltvík vestri á Kjalarnesi 1890, hjú í Hrólfsskála í Reykjavíkursókn 1901, námsstúlka á Laugavegi 51 1910.
Guðríður eignaðist Rósberg, en missti hann ungbarn.
Þau Guðmundur giftu sig 1920, höfðu þá eignast þrjú börn.
Þau fluttust til Eyja 1921 með sex börn, bjuggu á Eiðinu 1921 og 1922, á Ofanleiti 1923 með Ingólfi og þrem börnum sínum, í Stórhöfðvita 1924 með þrem börnum sínum og Ingólfi, á Brimhólum 1927 með þrem börnum sínum.
Hjónin byggðu Heiðarbæ og bjuggu þar með þrem börnum sínum 1930 og uns þau fluttust úr Eyjum 1936.
Þau Guðmundur keyptu jörðina Litlu-Hnausa í Breiðavíkurhreppi á Snæfellsnesi og fluttust þangað með Ásþór, Kristján Rósberg og Matthías Gunnlaug. Nokkru síðar keyptu þau jörðina Skjaldartraðir á Hellnum þar og bjuggu þar til 1947, en þá fluttust hjónin í Voga á Vatnsleysuströnd.
Guðríður lést 1954 og þá flutti Guðmundur til Matthíasar Gunnlaugs í Keflavík og lést þar 1958.

I. Maður Guðríðar Þórunnar, (1920), var Guðmundur Jónsson ökumaður, verkamaður, múrari, skipasmiður, bóndi, f. 11. apríl 1876 í Ártúni í Gufunessókn, d. 2. október 1958.
Börn þeirra:
1. Ásþór Guðmundsson rafsuðumaður, f. 20. mars 1918 í Reykjavík, síðar á Vatnsleysuströnd, d. 17. nóvember 1985.
2. Kristján Rósberg Guðmundsson pípulagningamaður, f. 17. september 1919, síðar á Vatnsleysuströnd, d. 24. júlí 1975.
3. Matthías Gunnlaugur Guðmundsson húsasmiður, síðar í Keflavík, f. 19. nóvember 1920, d. 25. október 1997.
Börn Guðmundar og stjúpbörn Guðríðar Þórunnar:
4. Sigurður Guðmundsson, f. 27. maí 1904 á Þingeyri í Sandasókn, Ís., drukknaði 17. mars 1928.
5. Þorbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja á Boðaslóð 3, f. 29. ágúst 1905 í Reykjavík, d. 10. febrúar 1960.
6. Guðni Tómas Guðmundsson sjómaður, vélstjóri, f. 20. september 1906 í Reykjavík, d. 2. apríl 1995.
7. Ingólfur Guðmundsson úrsmiður í Eyjum, f. 27. júlí 1909 í Reykjavík, d. 28. febrúar 1968.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.