Sturla Indriðason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 31. mars 2019 kl. 21:23 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. mars 2019 kl. 21:23 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Sturla Indriðason''' frá Vattarnesi við Reyðarfjörð, verkamaður, sjómaður í Eyjum fæddist 19. september 1878 á Vattarnesi og lést 1. janúar 1945.<br> Foreldrar hans v...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sturla Indriðason frá Vattarnesi við Reyðarfjörð, verkamaður, sjómaður í Eyjum fæddist 19. september 1878 á Vattarnesi og lést 1. janúar 1945.
Foreldrar hans voru Indriði Sturluson bóndi, f. 28. febrúar 1847, d. 24. október 1923, og kona hans Björg Einarsdóttir húsfreyja, f. 23. nóvember 1848, d. 13. júní 1920.

Sturla var með foreldrum sínum á Vattarnesi í æsku.
Hann var sjómaður á Vattarnesi 1901, fluttist til Eyja 1904 og þau Fríður giftu sig í lok ársins, eignuðust sex börn, en misstu tvö þeirra ungbörn.
Þau bjuggu á Vestri-Búastöðum til 1923, er þau fluttu á Hvassafell, nýbyggt hús sitt við Helgafellsbraut 33. Þar bjuggu þau til 1941, en fluttu þá að Vestra-Stakkagerði til Láru dóttur sinnar og Þorgeirs manns hennar.
Sturla lést 1945 og Fríður 1959.

I. Kona Indriða, (11. desember 1904), var Jórunn Fríður Lárusdóttir, húsfreyja, f. 17. apríl 1880, d. 6. október 1959.
Börn Fríðar og Sturlu voru:
1. Lára Kristín Sturludóttir húsfreyja, f. 24. september 1905, kona Þorgeirs Frímannssonar kaupmanns.
2. Indíana Björg Sturludóttir, f. í desember 1908, d. 6. febrúar 1909.
3. Indíana Björg Sturludóttir húsfreyja, f. 12. nóvember 1909, d. 15. október 1998, kona Más Frímannssonar bifreiðaeftirlitsmanns í Valhöll,
4. Snorri Sturluson, f. 12. maí 1911, d. 15. september 1911.
5. Jón Alfreð Sturluson, málarameistari í Reykjavík, f. 23. nóvember 1912, d. 31. október 1983, kvæntur Steinunni Jónsdóttur af Akranesi.
6. Jóhann Pétur Júlíus Sturluson, vélameistari í Reykjavík, f. 23. september 1919, síðast á Spáni, d. 15. maí 1997, kvæntur Guðríði Friðriksdóttur frá Þórshöfn.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.