Gísli Ágústsson (Ásnesi)
Gísli Ágústsson frá Ásnesi, rafvirkjameistari fæddist 6. maí 1926 og lést 15. september 1998 á Mallorca.
Foreldrar hans voru Jón Ágúst' Guðmundsson útgerðarmaður, fiskmatsmaður, f. 1. ágúst 1878 á Þórkötlustöðum í Grindavík, d. 18. mars 1967, og kona hans, Ingveldur Gísladóttir húsfreyja, f. 17. júlí 1888 á Syðri-Brúnavöllum á Skeiðum, d. 18. desember 1969.
Börn Ingveldar og Ágústs:
1. Gísli Óskar Ágústsson, f. 4. febrúar 1914, d. 3. júní 1922, hrapaði í Hánni.
2. Guðmundur Ágústsson framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 2. september 1918 í Birtingarholti, d. 2. desember 2001.
3. Gísli Ágústsson rafvirkjameistari í Reykjavík, f. 6. maí 1926 í Ásnesi, d. 15. september 1998.
Barn Ágústs og Guðrúnar Jónsdóttur, f. 8. maí 1879, d. 29. janúar 1966, var
4. Jónína Sigrún Ágústsdóttir húsfreyja í Mjölni, f. 14. nóvember 1910, d. 23. október 2005.
Gísli var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1943, lærði rafvirkjun.
Hann vann við iðnina í Eyjum, flutti til Reykjavíkur 1958 og veitti kæliþjónustu, stofnaði Kæliþjónustu Gísla Ágústssonar 1971 og vann við hana til dánardægurs 1998.
Gísli var tvíkvæntur.
Þau Ingibjörg eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Urðavegi 17, síðan á
Hólagötu 20. Ingibjörg lést 1967.
Síðari kona Gísla var Arndís Kristjánsdóttir.
Þau voru barnlaus, en Gísli fóstraði son hennar Örn Sævar.
I. Fyrri kona Gísla var Ingibjörg Guðrún Öfjörð Pálsdóttir frá Litlu Reykjum í Flóa, húsfreyja, f. 17. febrúar 1926, d. 26. júlí 1967.
Börn þeirra:
1. Ingveldur Gísladóttir húsfreyja, f. 22. ágúst 1949, d. 20. mars 2014. Maður hennar var Eyjólfur Þorbjörn Pétursson skipstjóri, f. 4. nóvember 1946.
2. Vilborg Gísladóttir húsfreyja, f. 15. nóvember 1951. Maður hennar Bergur Magnús Sigmundsson bakarameistari, f. 5. desember 1947.
II. Síðari kona Gísla var Arndís Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 31. mars 1929, d. 7. febrúar 2007. Foreldrar hennar voru Kristján Ágúst Kristjánsson bóndi, síðar skjalavörður Alþingis, f. 4. ágúst 1890, d. 4. júlí 1934, og Sigríður Karítas Gísladóttir, f. 7. febrúar 1891, d. 15. nóvember 1988.
Sonur Arndísar og fóstursonur Gísla er
3. Örn Sævar Rósinkransson rafvirki, f. 28. nóvember 1958. Faðir hans var Rósinkrans Kristjánsson, f. 31. janúar 1933, d. 7. nóvember 2014. Kona Arnar Sævars er Helga Gunnarsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 29. september 1998. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.