Árný Guðjónsdóttir (Sandfelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. nóvember 2018 kl. 21:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. nóvember 2018 kl. 21:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Árný Jónína Guðjónsdóttir''' frá Sandfelli, húsfreyja fæddist þar 8. september 1905 og lést 10. ágúst 1943.<br> Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson (Sandfel...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Árný Jónína Guðjónsdóttir frá Sandfelli, húsfreyja fæddist þar 8. september 1905 og lést 10. ágúst 1943.
Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson útgerðarmaður, skipstjóri, f. 24. nóvember 1873 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 1. júlí 1941, og kona hans Ingveldur Unadóttir húsfreyja, f. 10. ágúst 1869 á Kvíhólma u. Eyjafjöllum, d. 29. desember 1940.

Börn Ingveldar og Guðjóns:
1. Þuríður Guðjónsdóttir, f. 1. október 1890 á Moldnúpi u. Eyjafjöllum, d. 18. nóvember 1890.
2. Þorvaldur Guðjónsson skipstjóri, f. 10. mars 1893 á Moldnúpi, d. 13. apríl 1959.
3. Hallgrímur Guðjónsson skipstjóri, f. 8. maí 1894, drukknaði 24. ágúst 1925.
4. Guðjón Elías Guðjónsson, f. 7. apríl 1897 á Moldnúpi, d. 19. júlí 1897.
5. Þuríður Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 13. maí 1898 á Moldnúpi, d. 17. maí 1891.
6. Guðbjörg Karólína Guðjónsdóttir húsfreyja á Akranesi, f. 26. júlí 1900 í Eyjum, d. 8. apríl 1929.
7. Jónína Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 15. febrúar 1903 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 15. apríl 1995.
8. Árný Jónína Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 8. september 1905, d. 10. ágúst 1943.
9. Karólína Unnur Ragnheiður Guðjónsdóttir húsfreyja, leikkona, f. 25. júní 1913, d. 1. nóvember 1998.

Árný var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Ingibergur giftu sig 1926, eignuðust sex börn. Þau bjuggu á Sandfelli 1926, á Þorvaldseyri 1927 og 1928, Grímsstöðum 1930 og enn 1934, í Hvammi 1937, á Eystri-Oddsstöðum 1940.
Þau bjuggu á Sandfelli 1943 við andlát Árnýjar.

I. Maður Árnýjar Jónínu, (4. desember 1926), var Ingibergur Gíslason vélstjóri, skipstjóri, f. 16. janúar 1897, d. 15. janúar 1987.
Börn þeirra:
1. Þorvaldur Ingibergsson, f. 7. október 1926 á Sandfelli, d. 15. ágúst 1927 2. Guðjón Ingibergsson sjómaður, f. 25. september 1928 á Þorvaldseyri, d. 16. nóvember 1989.
3. Jónína Margrét Ingibergsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 5. júní 1931 á Grímsstöðum, d. 8. desember 2014.
4. Matthías Ingibergsson verkamaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 22. janúar 1933 á Grímsstöðum, d. 31. október 2006.
5. Inga Hallgerður Ingibergsdóttir húsfreyja, f. 21. maí 1937 í Hvammi, síðast í Hrísey, d. 11. desember 1990.
6. Árný Ingibjörg Ingibergsdóttir, f. 20. júní 1943 á Sandfelli, d. 1. maí 1989.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.