Ragnheiður Ólafsdóttir (Eiríkshúsi)
Ragnheiður Ólafsdóttir í Eiríkshúsi, húsfreyja fæddist 12. júní 1902 í Norðurgarði í Mýrdal og lést 11. október 1986.
Foreldrar hennar voru Rósa Jónsdóttir verkakona, síðar í dvöl hjá Ragnheiði dóttur sinni og Eiríki Ásbjörnssyni, og barnsfaðir hennar Ólafur Magnússon, síðar starfsmaður í Juliushaab, f. 10. desember 1880, d. 18. október 1903.
Ragnheiður var með móður sinni í Norðurgarði til 1913, fór þá með henni til Eskifjarðar.
Þær fluttust frá Eskifirði til Eyja 1918.
Ragnheiður var vinnukona í Tungu 1920. Þau Eiríkur giftu sig 1922 og bjuggu á Geirseyri. Þau bjuggu þar 1923 með Rósu móður Ragnheiðar og við fæðingu Ingólfs 1925.
Þau voru komin í Eiríkshús 1927 og bjuggu þar til Goss. Húsið fór undir hraun.
Þau bjuggu í verbúðinni Röstinni þar um skeið, en fluttust til Eyja, þegar fært varð og bjuggu hjá Erlu dóttur sinni og Sigurgeiri á Boðaslóð.
Eiríkur lést 1977 og Ragnheiður 1986.
Maður Ragnheiðar, (25. desember 1922), var Eiríkur Valdimar Ásbjörnsson, f. 21. maí 1893, d. 24. nóvember 1977.
Börn þeirra voru:
1. Ólafur Eiríksson, f. 3. september 1924 á Geirseyri, d. 16. september 1924.á Geirseyri.
2. Ingólfur Eiríksson útgerðarmaður, f. 24. desember 1925.
3. Erla Eiríksdóttir húsfreyja, félagsmálakona, f. 26. september 1928 í Eiríkshúsi, d. 10. febrúar 2013.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.