Rósa Jónsdóttir (Eiríkshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Rósa Jónsdóttir frá Norðurgarði í Mýrdal, í dvöl hjá dóttur sinni í Eiríkshúsi fæddist 15. mars 1880 í Norðurgarði og lést 10. júní 1966.
Foreldrar hennar voru Jón Þórðarson bóndi í Norðurgarði, f. 12. september 1822 á Brekkum í Mýrdal, d. 19. mars 1884, og síðari kona hans Ólöf Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 11. desember 1840 á Syðri-Rotum u. Eyjafjöllum, d. 28. mars 1912.

Rósa var með foreldrum sínum í Norðurgarði til 1913, en fór þá til Eskifjarðar. Hún fluttist til Eyja 1918, var hjá Ragnheiði dóttur sinni og Eiríki Ásbjörnssyni og lést 1966.

I. Barnsfaðir Rósu var Ólafur Magnússon, f. 10. desember 1880, d. 18. október 1903.
Barn þeirra:
1. Ragnheiður Ólafsdóttir húsfreyja í Eiríkshúsi, Urðavegi 41, f. 12. júní 1902, d. 11. október 1986.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.