Ingólfur Eiríksson (Eiríkshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ingólfur Eiríksson.

Ingólfur Eiríksson frá Eiríkshúsi við Urðaveg 41, sjómaður, stýrimaður, útgerðarmaður, fiskverkandi fæddist 24. desember 1925 og lést 4. desember 1970.
Foreldrar hennar voru Eiríkur Ásbjörnsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 21. maí 1893 á Eyrarbakka, d. 22. nóvember 1977, og kona hans Ragnheiður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 12. júlí 1902 í Norðurgarði í Mýrdal, d. 11. nóvember 1986.

Börn Ragnheiðar og Eiríks:
1. Ólafur Eiríksson, f. 4. september 1924, d. 2. janúar 1925,
2. Ingólfur Eiríksson stýrimaður, útgerðarmaður, fiskverkandi, f. 24. desember 1925, d. 5. desember 1970.
3. Erla Eiríksdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 26. september 1928, d. 10. febrúar 2013.

Ingólfur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk meira fiskiskipstjóraprófi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1949.
Hann beitti og stundaði sjó á Emmu VE á yngri árum sínum, var á Sæfelli við fiskflutning til Bretlands á stríðsárunum, síðar var hann á togaranum Elliðaey í nokkur ár.
Hann var síðan stýrimaður á Emmu, sem hann átti með föður sínum. Var hann á henni í þrjú ár. Þeir seldu bátinn og Ingólfur varð fiskverkandi.
Þau Guðrún giftu sig 1949, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Eiríkshúsi við Urðaveg 41 og á Urðavegi 39.
Ingólfur lést 1970. Guðrún lést 2006.

I. Kona Ingólfs, (16. júlí 1949), var Guðrún Elísabet Welding úr Reykjavík, húsfreyja, f. 25. apríl 1928, d. 19. mars 2006.
Börn þeirra:
1. Svana Þórunn Ingólfsdóttir, f. 29. nóvember 1950 á Urðavegi 41. Maður hennar Kristján Sigmundsson.
2. Erna Ingólfsdóttir, f. 24. október 1952 á Sj. Maður hennar Árni Gunnar Gunnarsson.
3. Rósanna Ingólfsdóttir, f. 26. febrúar 1956 á Sj. Maður hennar Per Lenander.
4. Reynir Friðrik Ingólfsson, f. 31. janúar 1961 að Urðavegi 39. Fyrrum kona hans Sölvi Fjelletnes.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.