Bjarni Ólafsson (Keldudal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. mars 2018 kl. 14:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. mars 2018 kl. 14:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Eyvindur ''Bjarni'' Ólafsson''' sjómaður fæddist 11. september 1913 í Keldudal í Mýrdal og lést 8. júní 1981.<br> Foreldrar hans voru Ólafur Bjarnason (Keldudal)|Ólaf...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Eyvindur Bjarni Ólafsson sjómaður fæddist 11. september 1913 í Keldudal í Mýrdal og lést 8. júní 1981.
Foreldrar hans voru Ólafur Bjarnason bóndi, f. 20. apríl 1866 í Engigarði í Mýrdal, d. 16. september 1952, og kona hans Guðrún Dagbjartsdóttir húsfreyja, f. 22. maí 1874, d. 3. febrúar 1941.

Börn Ólafs og Guðrúnar í Eyjum:
1. Jórunn Sigurlín Ólafsdóttir húsfreyja í Kirkjudal, f. 12. nóvember 1903, d. 29. maí 1995.
2. Bjarngerður Ólafsdóttir húsfreyja á Heiði, f. 11. júní 1907, d. 20. febrúar 1996.
3. Eyvindur Bjarni Ólafsson

Bjarni var með foreldrum sínum í æsku, í Keldudal til 1921, í Hryggjum 1921-1922, á Ketilsstöðum 1922-1929.
Hann fluttist frá Keldudal til Eyja 1929, var vinnumaður hjá Jóni Sverrissyni í Dölum 1930, síðan sjómaður, bjó lengi á Staðarfelli.
Að síðustu dvaldi hann á Hrafnistu í Reykjavík og lést 1981.
Bjarni var ókvæntur.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.