Guðrún Dagbjartsdóttir (Keldudal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Dagbjartsdóttir frá Keldudal í Mýrdal, húsfreyja fæddist 22. maí 1874 á Ketilsstöðum þar og lést 3. febrúar 1941 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Dagbjartur Hafliðason bóndi á Ketilsstöðum og víðar, f. 31. janúar 1835 á Haugum í Mýrdal, d. 26. mars 1903 í Hryggjum, og kona hans Jórunn Ólafsdóttir húsfreyja, f. 15. ágúst 1835 í Ormskoti u. Eyjafjöllum, d. 12. júní 1916 í Hryggjum.

Guðrún var með foreldrum sínum á Ketilsstöðum til 1883, á Rauðhálsi í Mýrdal 1883-1885, var á sveit í Götum þar 1885-1887, var vinnukona í Engigarði þar 1887-1888, á Skagnesi þar 1888-1889, á Skeiðflöt þar 1889-1890, á Mið-Hvoli þar 1890-1892, í Skammadal þar 1893-1898, í Norður-Hvammi þar 1898-1899, á Mið-Hvoli 1899-1900, í Steig þar 1900-1902, í Garðakoti þar 1902-1904, á Eystri-Sólheimum þar 1904-1906.
Hún var bústýra í Keldudal 1906-1908.
Þau Ólafur giftu sig 1908, eignuðust sex börn.
Þau bjuggu í Keldudal 1908-1921, voru í vinnumennsku í Hryggjum 1921-1922, á Ketilsstöðum 1922-1931.
Hjónin fluttust til Eyja 1931, bjuggu hjá Sigurlín dóttur sinni í Kirkjudal, Skólavegi 45.
Guðrún lést 1941 og Ólafur 1952.

I. Maður Guðrúnar, (9. júní 1908), var Ólafur Bjarnason bóndi, f. 26. apríl 1867 í Engigarði í Mýrdal, d. 16. september 1952.
Börn þeirra:
1. Dagbjört Ólafsdóttir vinnukona, ráðskona í Reykjavík, f. 28. maí 1901 á Steig, d. 20. júní 1902.
2. Jórunn Sigurlín Ólafsdóttir húsfreyja í Kirkjudal, f. 12. nóvember 1903, d. 29. maí 1995.
3. Bjarngerður Ólafsdóttir húsfreyja á Heiði, f. 11. júní 1907, d. 20. febrúar 1996.
4. Anna Ólafsdóttir húsfreyja í Oddgeirshóla—Austurkoti í Hraungerðishreppi, f. 21. maí 1909, d. 8. júlí 2002.
5. Gunnar Ólafsson refabússtjóri á Haga í Sandvíkurhreppi, f. 3. ágúst 1910, d. 19. desember 1990.
6. Eyvindur Bjarni Ólafsson sjómaður, vinnumaður, f. 11. september 1913, d. 8. júní 1981.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.