Bjarni Ólafsson (Keldudal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Eyvindur Bjarni Ólafsson sjómaður fæddist 11. september 1913 í Keldudal í Mýrdal og lést 8. júní 1981.
Foreldrar hans voru Ólafur Bjarnason bóndi, f. 20. apríl 1866 í Engigarði í Mýrdal, d. 16. september 1952, og kona hans Guðrún Dagbjartsdóttir húsfreyja, f. 22. maí 1874, d. 3. febrúar 1941.

Börn Ólafs og Guðrúnar í Eyjum:
1. Jórunn Sigurlín Ólafsdóttir húsfreyja í Kirkjudal, f. 12. nóvember 1903, d. 29. maí 1995.
2. Bjarngerður Ólafsdóttir húsfreyja á Heiði, f. 11. júní 1907, d. 20. febrúar 1996.
3. Anna Ólafsdóttir húsfreyja, f. 21. maí 1909, d. 8. júlí 2002.
4. Eyvindur Bjarni Ólafsson vinnumaður, sjómaður, f. 11. september 1913, d. 8. júní 1981.

Bjarni var með foreldrum sínum í æsku, í Keldudal til 1921, í Hryggjum 1921-1922, á Ketilsstöðum 1922-1929.
Hann fluttist frá Keldudal til Eyja 1929, var vinnumaður hjá Jóni Sverrissyni í Dölum 1930, síðan sjómaður, bjó lengi á Staðarfelli.
Að síðustu dvaldi hann á Hrafnistu í Reykjavík og lést 1981.
Bjarni var ókvæntur.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.