Guðbjartur Guðmundsson (Vesturholtum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. febrúar 2018 kl. 15:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. febrúar 2018 kl. 15:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðbjartur Guðmundsson''' bifreiðastjóri, skákdómari fæddist 22. september 1926 á Stokkseyri og lést 18. september 2007.<br> Foreldrar hans voru Guðmundur Ingjaldsson ve...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðbjartur Guðmundsson bifreiðastjóri, skákdómari fæddist 22. september 1926 á Stokkseyri og lést 18. september 2007.
Foreldrar hans voru Guðmundur Ingjaldsson verkamaður á Ólafsvöllum á Stokkseyri, f. 18. júlí 1891 á Svínavatni í Grímsnesi, Árn., d. 31. ágúst 1973, og kona hans Steinunn Dagbjört Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 12. nóvember 1890 á Stóru-Völlum í Landsveit, Rang., d. 11. maí 1969.

Guðbjartur leitaði til Eyja á vertíðum.
Þau Elín giftu sig 1947, bjuggu í Vesturholtum, eignuðust Elínu á því ári og fluttust til Reykjavíkur á sama ári, eignuðust þar þrjú börn.
Guðbjartur stundaði leigubílaakstur. Hann sat í stjórn Skáksambands Íslands með hléum á árunum 1968-90, öðlaðist réttindi alþjóðlegs skákdómara 1979 og var oft dómari og fararstjóri á vegum skákhreyfingarinnar. Þá sat hann í stjórn NSU, Skáksambands norræna ökumannasambandsins, og í stjórn Stokkseyringafélagsins í Reykjavík.
Elín lést 1990. Guðbjartur lést 2007.

I. Kona Guðbjarts, (20. desember 1947), var Elín Ólafsdóttir húsfreyja, f. 21. apríl 1927, d. 23. maí 1990.
Börn þeirra:
1. Linda Guðbjartsdóttirhúsfreyja, bankastarfsmaður, f. 6. júní 1947 í Vesturholtum, Brekastíg 12. Maður hennar er Magnús Ársælsson steinsmiður.
2. Steinunn Hlín Guðbjartsdóttir húsfreyja, f. 29. nóvember 1949 í Reykjavík. Maður hennar er Erlendur Magnússon. Fyrri maður hennar var Stefán Jónsson.
3. Pétur Guðbjartsson löggiltur endurskoðandi, f. 22. nóvember 1957 í Reykjavík. Fyrri kona hans var Svanfríður Hjaltadóttir. Kona hans er Birna Margrét Guðjónsdóttir.
4. Jónína Guðbjartsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 21. apríl 1962 í Reykjavík. Maður hennar er Kolbeinn Ágústsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bergsætt II. útgáfa. Guðni Jónsson 1966.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 27. september 2007. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.