Guðrún Sigurðardóttir (Hilmisgötu)
Guðrún Sigurðardóttir frá Borg á Mýrum í A-Skaft., húsfreyja á Hilmisgötu 3 fæddist 18. ágúst 1886 og lést 6. maí 1965.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson bóndi, f. 13. janúar 1852, d. 3. janúar 1939, og kona hans Steinunn Aradóttir húsfreyja, f. 2. júlí 1852, d. 14. apríl 1926.
Guðrún var með foreldrum sínum 1890 og 1901. Hún fluttist frá Borg til Reykjavíkur 1909 og var vinnukona hjá Geir og Helgu Zoëga 1910.
Guðrún fluttist til Eyja 1913 og giftist Engilbert 1914, bjuggu þá á Kirkjulandi. Þau eignuðust Gísla í ágúst á því ári, en misstu hann 1918.
Þau bjuggu á Kirkjulandi við fæðingu Sigurðar 1916, en hann lést sama dag.
Þau bjuggu í Langholti við fæðingu Sigurðar 1917, en misstu hann á fyrsta ári aldurs síns.
Í Þinghól bjuggu þau við fæðingu Gísla 1919, Ástu 1922, Ragnars 1924 og Bertu 1926 og voru þar enn 1927.
Þau bjuggu síðar á Hilmisgötu 3.
Guðrún lést 1965 og Engilbert 1971.
Maður Guðrúnar, (8. nóvember 1914), var Engilbert Gíslason málarameistari, listmálari, f. 12. október 1877, d. 7. desember 1971.
Börn þeirra voru:
1. Gísli Engilbertsson, f. 23. ágúst 1914 á Kirkjulandi, d. 3. desember 1918.
2. Sigurður Engilbertsson, f. 27. febrúar 1916 á Kirkjulandi, d. 27. febrúar 1916.
3. Sigurður Engilbertsson, f. 7. júlí 1917 í Langholti, d. 13. apríl 1918.
4. Gísli Engilbertsson, f. 28. apríl 1919, d. 2. mars 2002.
5. Ásta Engilbertsdóttir húsfreyja, síðar í Danmörku, f. 15. júní 1922 í Þinghól, d. 21. desember 2002.
6. Ragnar Engilbertsson málari, verslunarmaður, f. 15. maí 1924 í Þinghól, d. 6. desember 2016.
7. Berta Guðrún Engilbertsdóttir húsfreyja, bókari, skrifstofustjóri í Reykjavík, f. 25. apríl 1926 í Þinghól, d. 23. desember 2013.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.