Júlía Sigurðardóttir (Dvergasteini)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. desember 2017 kl. 19:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. desember 2017 kl. 19:02 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Júlía Sigurðardóttir húsfreyja í Dvergasteini fæddist 7. júlí 1886 og lést 22. júlí 1979.
Foreldrar hennar voru Sigurður Eyjólfsson bóndi á Syðstu-Grund u. Eyjafjöllum, f. 1. október 1852, d. 29. febrúar 1936, og kona hans Sigurbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 17. desember 1851, d. 14. maí 1942.

Móðir Sigurðar Eyjólfssonar bónda á Syðstu-Grund var Þorbjörg Sigurðardóttir frá Háagarði, síðar húsfreyja í Mið-Mörk u. V-Eyjafjöllum, f. 20. ágúst 1832, d. 24. október 1916.

Börn Sigurðar og Sigurbjargar í Eyjum:
1. Margrét Sigurðardóttir húsfreyja á Þinghól, f. 18. júlí 1880, d. 6. janúar 1970.
2. Eyjólfur Sigurðsson skipstjóri, trésmiður í Laugardal, f. 25. febrúar 1885, d. 31. desember 1957.
3. Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja á Búlandi, Skólavegi 41, síðast í Reykjavík, f. 27. september 1891, d. 22. nóvember 1981.
4. Sigurbjörn Sigurðsson bóndi á Syðstu-Grund, síðar í Eyjum, f. 15. september 1896, d. 29. mars 1971.

Júlía var með foreldrum sínum á Syðstu-Grund 1890 og 1901.
Hún fluttist til Eyja 1910 frá Norðfirði og dvaldi hjá Margréti systur sinni á Hnausum.
Þau Sigfinnur bjuggu þar í byrjun árs við fæðingu Óskars, bjuggu í Bræðraborg, er þau giftu sig í apríl og Júlía ól Sigurbjörn í lok ársins hjá Margréti systur sinni á Hnausum.
Þau voru leigjendur á Hnausum 1912.
Sigfinnur drukknaði í fiskiróðri 1913.
Júlía var með drengina hjá Margréti systur sinni á Hnausum í lok árs 1913.
Óskar fór í fóstur til Norðfjarðar 1914 og Sigurbjörn að Grund u. Eyjafjöllum 1914.
Júlía var ekkja á Hnausum 1914, bjó með Eiríki og nýfæddu barninu Sigurfinnu á Gjábakka 1915.
Þau keyptu Dvergastein 15. júlí 1916 fyrir 2.000 krónur og bjuggu þar í lok ársins með tvö börn sín. Þar bjuggu þau síðan, eignuðust saman sex börn.
Eiríkur lést 1963 og Júlía 1979.

Júlía var tvígift:
I. Fyrri maður Júlíu, (23. apríl 1911), var Sigfinnur Árnason frá Borgum í Norðfirði, sjómaður, f. 10. maí 1890, drukknaði 2. ágúst 1913. Hann var bróðir Valdimars Árnasonar sjómanns, formanns, verkamanns í Sigtúni. Bróðir þeirra var Karl Árnason fyrri maður Vigdísar Hjartardóttur, en þau voru foreldrar Kristínar konu Arnmundar Óskars Þorbjörnssonar netagerðarmanns frá Reynifelli.
Börn þeirra Sigurfinns:
1. Óskar Sigfinnsson vélstjóri, skipstjóri í Neskaupstað og Reykjavík, lagerstjóri, f. 17. janúar 1911 í Bræðraborg, d. 1. nóvember 2003.
2. Sigurbjörn Sigfinnsson sjómaður í Reykjavík, f. 9. desember 1911 á Hnausum, d. 22. september 1979.

II. Síðari maður Júlíu, (15. janúar 1916), var Eiríkur Ögmundsson útgerðarmaður, verkstjóri, f. 14. júní 1884 á Svínhólum í Lóni, d. 4. janúar 1963.
Börn þeirra:
3. Sigurfinna Eiríksdóttir, f. 21. júlí 1915 á Gjábakka, síðast í Garðabæ, d. 24. ágúst 1997.
4. Gunnar Eiríksson, f. 9. september 1916 í Dvergasteini, d. 7. desember 1994.
5. Guðmundur Eiríksson, f. 30. maí 1919 í Dvergasteini, d. í janúar 1940.
6. Margrét Ólafía Eiríksdóttir, f. 24. febrúar 1921 í Dvergasteini, d. 21. júní 2008.
7. Þórarinn Ögmundur Eiríksson, f. 3. desember 1924, d. 22. janúar 1999.
8. Laufey Eiríksdóttir, f. 5. júní 1926 í Dvergasteini, d. 14. desember 1992.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.