Jóna Ingibjörg Magnúsdóttir
Jóna Ingibjörg Magnúsdóttir húsfreyja, talsímakona fæddist 19. september 1916 á Bergi og lést 20. október 1938.
Foreldrar hennar voru Magnús Valdimar Jónsson frá Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, skipasmiður á Bergi, f. 27. október 1892, d. 13. október 1920 og sambýliskona hans Guðbjörg Guðmundsdóttir frá Kagaðarhóli í Torfalækjarhreppi í A-Hún., síðar bústýra á Stapa, f. 16. ágúst 1894, d. 2. maí 1976.
Börn Magnúsar Valdimars og Guðbjargar:
1. Magnúsína Guðbjörg Magnúsdóttir húsfreyja á Stapa, síðar í Hveragerði, f. 14. apríl 1920, d. 11. mars 2005. Maður hennar var Engilbert Þorbjörnsson bifreiðastjóri.
2. Jóna Ingibjörg Magnúsdóttir húsfreyja, talsímakona, f. 19. september 1916, d. 20. október 1939.
Börn Guðbjargar og Guðmundar Jónssonar.
3. Guðmunda Jóna Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 19. desember 1922, d. 10. október 1984.
4. Sigurbjörg (Kolbrún) Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 30. nóvember 1924, d. 12. apríl 1975.
5. Friðbjörg Guðmundsdóttir, síðast í Reykjavík, f. 10. mars 1926 á Bólstað, d. 30. júlí 1997.
6. Jón Egilsson Guðmundsson, f. 28. september 1927, d. fyrir 1930.
7. Þóra Egilsína Guðmundsdóttir, f. 4. janúar 1930 á Bessastíg 4, d. 9. júlí 2008.
Fósturbörn Guðbjargar og Guðmundar voru:
8. Dóttursonur Guðbjargar, Arnar Semingur Andersen sjómaður, f. 12. október 1935, sonur Jónu Ingibjargar Magnúsdóttur. Faðir hans var Svend Ove Andersen frá Friðrikssundi í Danmörku.
9. Dótturdóttir Guðbjargar, dóttir Sigurbjargar, Ingibjörg Nancy Kudrick Morgan, f. 12. júlí 1943.
Jóna Ingibjörg var með foreldrum sínum á Bergi, en faðir hennar lést, er hún var fjögurra ára.
Hún var með móður sinni og Magnúsínu Guðbjörgu systur sinni rúmlega 6 mánaða gamalli á Bergi í lok árs 1920, með lausakonunni móður sinni á Bergi 1923, með bústýrunni móður sinni þar 1924, með móður sinni, Magnúsínu systur sinni auk Guðmundar og tveggja hálfsystra á Eystri-Vesturhúsum 1927.
Hún var hjá Davíð Árnasyni og bústýru hans Kristín Sigríður Jónsdóttir í Mjölni 1930, en með móður sinni og Guðmundi Jónssyni sambýlismanni hennar á Litlu-Eyri 1934.
Hún eignaðist Arnar með Ove 1935.
Jóna Ingibjörg var talsímakona á Símstöðinni um skeið, en heimavinnandi við andlát sitt 1938.
I. Barnsfaðir hennar var Svend Ove Andersen, danskættaður.
Bræður hans voru:
1. Pétur Andersen formaður og
2. Jens Andersen skipasmiður, skipstjóri.
Bróðurbörn Svends Ove, börn Jens Andersen voru:
3. Torfi Alexander Helgason Andersen, f. 11. júlí 1918 í Stafholti, d. 22. nóvember 1978.
4. Adolf Andersen bóndi, smiður, f. 1913, d. 1987.
5. Jenný Andersen húsfreyja, f. 1911, d. 1972.
Barn Jónu Ingibjargar og Svend Ove
1. Arnar Semingur Andersen frá Stapa, sjómaður, bifreiðaeftirlitsmaður, f. 12. október 1935.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.