Kristjana Óladóttir (Þrúðvangi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. mars 2017 kl. 16:50 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. mars 2017 kl. 16:50 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|150px|''Kristjana Óladóttir. '''Kristjana Óladóttir''' á Þrúðvangi, bæjarritari fæddist 23. mars 1891 og lést 6. ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Kristjana Óladóttir.

Kristjana Óladóttir á Þrúðvangi, bæjarritari fæddist 23. mars 1891 og lést 6. mars 1966.
Foreldrar hennar voru Óli Jón Kristjánsson bóndi víða í Kelduhverfi, trésmiður í Eyjum, f. 23. maí 1866, d. 31. janúar 1929, og kona hans Hólmfríður Þórarinsdóttir húsfreyja, síðar í Eyjum, f. 23. júní 1861, d. 6. desember 1937.

Börn Hólmfríðar og Óla Jóns voru:
1. Árni Ólason (Árni Óla) rithöfundur, blaðamaður, f. 2. desember 1888, d. 5. júní 1979.
2. Kristjana Óladóttir bæjarritari í Eyjum, f. 23. mars 1891, d. 6. mars 1966.
3. Þórarinn Ólason trésmiður, skrifstofumaður, f. 1. mars 1893, d. 19. október 1958.
4. Kristján Ólason pakkhúsmaður á Húsavík, skáld, f. 27. júlí 1894, d. 24. október 1975.
5. Guðbjörg Óladóttir kaupmaður á Húsavík, f. 26. febrúar 1896, d. 24. október 1960.
6. Sigurður Ólason forstjóri, f. 25. ágúst 1900, d. 6. júní 1979.

Kristjana fluttist til Eyja með Hólmfríði móður sinni og Þórarni bróður sínum 1924, en Sigurður bróðir hennar hafði flust til Eyja 1920.
Þau leigðu öll í Þingholti 1924. Þau bjuggu í á Þrúðvangi, nýbyggðu húsi Sigurðar 1927. Kristjana var skráð þar ráðskona 1930.
Hún varð bæjarritari og gegndi því starfi til loka starfsævi sinnar.
Kristjana var ógift og barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ættir Þingeyinga II. Indriði Indriðason. Helgafell 1976.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.