Jónína Einarsdóttir (Götu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. nóvember 2016 kl. 20:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. nóvember 2016 kl. 20:06 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Jónína Einarsdóttir.

Jónína Einarsdóttir frá Götu, húsfreyja, verkakona fæddist 13. nóvember 1926 í Pétursborg á Fáskrúðsfirði.
Foreldrar hennar voru Einar Runólfsson verkamaður í Götu, f. 14. mars 1892, d. 1. ágúst 1969, og kona hans Sigríður Magnúsína Guðmundsdóttir frá Ey, f. 23. janúar 1906, d. 6. september 1975. 2. nóvember 2013.

Börn Sigríðar og Einars í Götu voru:
1. Jóhann Ingvi Einarsson, f. 26. febrúar 1925 í Ey, d. 1939. Hann var fóstraður hjá Vilhjálmi Einari Magnússyni frá Presthúsum, ömmubróður sínum, verkamanni í Reykjavík og konu hans Ólöfu Eiríksdóttur.
2. Jónína Einarsdóttir verkakona, f. 13. nóvember 1926 í Pétursborg á Fáskrúðsfirði.
3. Guðbjörg Sigfríð Einarsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 23. september 1931 í Nýborg, d. 22. október 2013.
4. Rannveig Snót Einarsdóttir húsfreyja, f. 26. janúar 1934 í Steini, d. 15. nóvember 2007.
5. Jóhann Ingi Einarsson pípulagningamaður, bifreiðastjóri, f. 29. febrúar 1940 í Nýborg.

Jónína var með foreldrum sínum á Fáskrúðsfirði 1926, í Nýborg 1931, í Steini 1934 og í Nýborg 1940 og í Jómsborg í lok ársins. Hún var síðan með þeim í Götu.
Hún fór snemma í vist, vann við fiskverkun í Hraðfrystistöðinni og Vinnslustöðinni, vann í Netagerðinni og í Þvottahúsinu í nokkur ár fram að Gosi. Hún hefur búið í Nýborg frá 1978.

I. Barnsfaðir Jónínu var Pétur Ólafur Pálsson frá Héðinshöfða.
Barn þeirra:
1. Sigríður Erla Ólafsdóttir húsfreyja á Ásbrú á Keflavíkurflugvelli, f. 6. október 1945 í Götu.

II. Barnsfaðir Jónínu var Hannes Arnar Guðmundsson sjómaður frá Akureyri, síðar útgerðarmaður í Grímsey, f. 22. júlí 1930.
Barn þeirra:
2. Linda Hannesdóttir húsfreyja, verslunarrekandi, f. 19. febrúar 1951 í Götu.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.